Freyr - 01.03.1971, Page 19
kýrin rís á fætur
Engir básar fyrir fulivaxnar kýr íslenzkar eiga
að vera styttri en 145—155 cm nú. Þetta er sem
nœst eins og œtlað er handa Jersey kúm hjá
öðrum, enda eru þœr 350—400 kg, eða álíka
og okkar kýr.
Breiddin mun hér oftast 100—110 cm og er
það viðunandi ef ekki eru því ramgerðari og sam-
felldari milligerðir milli básanna.
flg. 2 B.
AÐ RÍSA OG AÐ LEGGJAST.
Og svo er það með hreyfingarnar, sem skepn-
urnar þurfa að fá um hinn allt of langa inni-
stöðutíma. Auðvitað er ekki hœgt að hafa bása
það víða og rúma á alla grein, að þœr geti leikið
sér. Hjarðf jósin hafa þann mikla kost, að þar
stirðna skepnurnar ekki vegna langvinnrar stöðu
í sömu skorðum. En auðvitað leggjast þœr og
rísa á fœtur. Hafa menn annars fulla reiðu á
hvernig skepnurnar haga sér þegar svo ber við,
en það gera þœr nokkrum sinnum á sólarhring?
Jú, sumir vita það, ef til vill flestir en ekki
allir — og ekki þeir, sem ófáanlegir voru til að
festa klafaböndin á réttan hátt hérna á árunum,
sem þau voru innleidd. Eg sendi þá á prent
forskriftir um hvernig þau skyldu fest að neðan
svo að ekki takmörkuðu þau né hindruðu eðlilegar
hreyfingar skepnanna við að rísa upp og leggj-
ast. Margir fóru eftir þeim forskriftum en ekki
allir. Sumir vildu hafa keðjuna að neðan strengda
og afneituðu öðru, hún skyldi ekki vera slök svo
að klafinn gœti fœrzt bœði fram og aftur. Þannig
hindruðu þessir aðiljar eðlilegar hreyfingar sem
klafaböndin annars leyfa, séu þau rétt tengd.
Um þetta þarf ekki að rekja langt mál því
að ný viðhorf hafa myndast á aldarfjórðungi og
ný efni eru komin, sem skapa aðra háttu og ann-
an umbúnað handa þeim, sem vilja fylgjazt með
tímanum. Hitt breytist ekki. Kýrnar standa upp
og kýrnar leggjast rétt á sama hátt og þœr hafa
œvinlega gert eða eins og meðfylgjandi myndir
sýna og skiptir þá engu í hvaða landi eða af
hvaða stofni og þjóðerni þœr eru.
Náttúrlegar hreyfingar til þess að leggjast og rísa
á fœtur þurfa auðvitað visst rými, sem því miður
hefur sjaldan verið tekið tillit til þegar fjósbásar
hafa verið afmarkaðir. G.
flg. 5 B.
fig. 4 B.
fig. 6 B.
Kýrin rís á fœtur:
1 B. í hvílustöðu
2 B. dregur annan framfót aftur og flytur
líkamsþunga fram
3 B. rís upp á afturfótum
4 B. flytur annan framfót fram
5 B. rís á báða framfœtur
6 B. er risin á fœtur.
F R E Y R
107