Freyr - 01.03.1971, Síða 20
JÓNAS JÓNSSON:
ÁRFERÐI OG RÆKTUN
Árferðissveiflur
Ég mun í þessari grein leggja áherzlu á
þau iatriði, sem ég tel iað bændur verði að
tileinka sér sérstaklega vegna hins harða
árferðis að undanförnu, því að við verðum
að reikna með að það geti varað áfram
um óákveðinn tíma. Engir möguleikar eru
á að spá fyrir um árferðissveiflur, en þær
eru söguleg staðreynd. Eftir því sem bezt
er vitað, hafa hlla tíð komið kuidaskeið
af og til, en hlýrra verið á milli. Og jafn
víst og það er, að nú stendur yfir eitt slíkt
kuldaskeið — það hefur staðið síðan um
1960 þó kaldast hafi verið síðustu 5 ár —
jafn víst er það, að aftur mun hlýna. Við
vitum aðeins ekki hvenær, en vonum, að
það verði þegar á þessu nýbyrjaða ári. Nú
er það einnig staðreynd, að veðurfarssveifil-
urnar, sem hér um ræðir, gera ekki boð
á undan sér, þannig að smám saman kólni
ár frá ári, eða smám saman hilýni. Kalt ár
kemur skyndilega á eftir hlýjum eða öfugt,
og veit enginn fyrir hvenær skiptir um.
Þó er það lögmál, að viss tregða er gegn
breytingum á árferði frá ári til árs. Oftar
koma fleiri ködd ár hvert á eftir öðru, og
eins með hlýju árin. Á sama hátt fylgjast
árstíðirnar oftast að; á eftir kölldum vetr-
um, kemur oftar kalt vor og á eftir köldu
vori oftast kalt sumar. Þó að þessi tregða
gegn breytingum á veðurfari megi teljast
lögmál, getur hvenær sem er brugðið út
af því og vonum við að sjálfsögðu, að það
geri í ár.
Svellkal og sumarkuldi
Tvennt má telja, að hafi verið erfiðast við
árferðið síðast liðið ár, umhleypingarnir
síðastlliðinn vetur, er skópu svellalögin
svo að víða kól meira og hastarlegar en
jafnvel nokkru sinni áður og svo kuildarnir,
í sumar, eftir að júní lauk.
Ný kalsvæði voru ekki mjög stór á þessu
vori; þó bættust við sveitir, sem ekki höfðu
haft mikið af kali að segja áður. Og enn
kól í mörgum sveitum, sem við þrálátt kal
hafa búið áður og það mjög hastarllega.
Sum svæði voru nú jafn illa farin og þau,
er verst fóru vorið 1968. Þó hygg ég, að nú
hafi borið enn meira á kali í úthaga en
áður í þessum harðindakafla. Kal var til
dæmis víða í úthaga við Eyjafjörð. Á fram-
ræstu mýrlendi, þurru og með heilgrasa-
gróðri, sá ég til dæmis þannig kal, að allar
lautir vom aldauðar en aðeins grænir
þúfnakollarnir á milli. Gamlir valllendis-
móar og grundir voru einnig víða kalnar.
Slíkt kal í úthaga, óábornum og óhreyfð-
um, sýnir raunar bezt hve hart hefur reynt
á gróðurinn síðastliðinn vetur. Það verður
hvorki skrifað á reikning lélegra grasstofna,
rangrar áburðarnotkunar eða áburðar yfir-
leitt, rangra ræktunaraðferða, meðferðar
né annars ræktuninni viðkomandi. Þetta
sýnir okkur, að við getum alltaf búizt við
áföllum, en aldrei vænzt þess að vinna ial-
veg bug á kalinu, þegar svo illa árar sem
nú gerist.
Þörf aukinnar kalrannsókna
Hins vegar væri rangt að draga þá álykt-
un af þessu, að ekki séu líkur fyrir því að
draga megi verulega úr kalinu. Fuill þörf
er á stórefldium kalrannsóknum, bæði
grundvallarrannsóknum, á eðli plantna og
108
F R E Y R