Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1971, Qupperneq 21

Freyr - 01.03.1971, Qupperneq 21
jarðvegs gagnvart kali, og ekki síður hag- nýtum meðferðarrannsóknum á túnum. Með þeim þarf að finna hvað það er í rækt- unarháttum og meðferð túnanna, sem dregið getur úr og hvað aukið á kalhætt- una. Slíkar rannsóknir eru að sjálfsögðu bezt komnar á þeirri tilraunastöð Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins, sem ligg- ur sem næst miðsvæðis, miðað við þá landshluta, þar sem mest og tíðast kelur. Af útbreiðslu kálsins á Norðurlandi á s.l. vori mátti glöggt ráða, að það hefur að langmestu leyti verið af völdum lang- varandi svellalaga. Það mátti rekja að í þeim sveitum og sveitarhlutum, sem snjó- inn annað hvort tók upp eða að hann var svo mikill og/eða hlákur það litlar, að ekki blotaði í gegn, kól lítið eða ekki. En þar sem ekki náði að taka upp snjóinn, en blákublotar og frost náðu að breyta öllu í svell, var kalið hvað mest. Með öðrum orðum bæði snjóléttustu sveitirnar og þær allra snjóþyngstu sluppu að þessu sinni að mestu leyti við kalið. Alhliða gróðurhnignun í túnum Ræktunin er víðar illa farin á landi hér en á verstu kalsvæðunum, og það veldur jafnvel enn meiru um heildarmynd rækt- unarmálanna. Ef borið er saman túnstærð á landinu, heildar áburðarnotkiun og heild- arheyfengur eins og þetta er orðið nú, við það sem var fyrir kuldaskeiðið eða um 1960, verður sá samanburður vissulega óhagstæður og ber ræktunarmenningu okkar ekki glæsilegt vitni. Meginhluti allra túna, um mikinn hluta landsins, ekki hvað sízt í stærstu búskap- arhéruðum sunnanlands og vestan, er orð- inn mjög lélegur frá ræktunarsjónarmiði. Gróður þeirra hefur stórlega spillzt og gengið úr sér undanfarin ár, þó ekki sé um algert gróðurleysi eða kal að ræða. Nokkuð má rekja þetta til beins kals, sem gróið hefur saman, en þó sennilega jafnvel enn meira til skemmda af öðrum völdum og kemur þá margt tiil: Afleiðingar vot- viðrasumranna tveggja 1968 og ’69 segja til sín á fleiri vegu. Haustið 1969 voru mörg tún á Suður- og Vesturlandi og víðar gegnsósa af vatni, stundum sundurtroðin af vélum og stórskemmd undan langhrökt- um heyjum. Mikið ber á því hin síðari ár, að sléttur, sem áður þóttu vel eða sæmi- lega ræstar, gerist of blautar ýmist út frá einstökum dýjum eða jafnt yfir, og breyt- ast sumar sléttur þannig í fitjar með hálf- grasagróðri. Þjöppun jarðvegs og aukin túnbeit Lítt rannsakað er hér hve þjöppun jarð- vegsins, undan stöðugt þyngri umferð véla og tækja, hefur mikil áhrif til ills í þessu sambandi. Þær tilraunir, sem með þetta hafa verið gerðar, benda í uggvænlega átt. Þrábeit túnanna haiust, vetur, vor og fram á sumar, á örugglega mikinn hluta af sök- inni. Sú beit, sem gróður gamalla túna og jafnvel þeirra yngri, þolir í góðæri, getur hæglega gert út af við nytjagrösin í slíku harðæri, sem nú hefur gengið. Ég rek ekki nánar hér þau atriði í sam- bandi við framkvæmd ræktunar og með- ferð túna eða í búskaparháttium, sem telia verður að geti haft áhrif til að auka á eða draga úr kalhættu. Á það hefur áður verið bent í leiðbeiningum, svo sem í tveim síð- ustu handbókum og í niðurstöðum frá Kal- ráðstefnu sem birtust í aukahefti af Frey 1970. Sérstaklega vill ég þó minna á það, að öll framræsla þarfnast viðhalds og stundum jafnvel endurnýjunar. Þetta er staðreynd, sem ekki verður komizt hjá. Betra er að láta hreinsa upp úr opnum skurðum gróður eða annað, sem í þá safn- ast fyrr en síðar. Lokræsi, bæði eftir lok- ræsaplóga, sem og venjulega kílplóga, þarf einnig að endurnýja, hvort sem eru í ræktuðu landi eða úthaga. Það ættu menn að athuga, þegar kostur er, að fá slíka plóga til vinnu. F R E Y R 109

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.