Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1971, Blaðsíða 23

Freyr - 01.03.1971, Blaðsíða 23
Grænfóðurræktin hefur bjargað hag manna Nú hefur marg sinnis verið á það bent, að við slík skilyrði sem ég hef lýst hér að framan, borgi grænfóðurræktun örugg- lega betur fyrir áburðinn en hin lélegu eða kölnu tún. Grænfóðurræktun hefur líka gefið ágæta raun og fjölmargir bænd- ur hafa bj'argað hag sínum með henni, og jafnframt sparað þjóðfélagimu kostnað, sem annars hefði orðið vegna aðstoðar við heykaup og heyflutninga. IÞó eru alltaf einhver dæmi þess, að grænfóðurræktun mistakist, en það er aðeins hjá stöku manni og liggja til þess ýmsar orsakir. Á síðasta vori var óvenju miktu græn- fóðri sáð, bæði á ösku- og kalsvæðunum, enda var sérstaklega til þess hvatt, er heit- ið var aukaframilagi til grænfóðurræktar á öskusvæðunum. 'Mikið af útsæðinu komst þó ekki í jörð fyrr en mjög seint eða um mánaðamótin júní og júlí. Var því stefnt í nokkura tvísýnu í hinum kaldari sveitum, þó að í öllu meðalári gefist nægur sprettu- tími fyrir grænfóður, svo sem bygg og hafra, sem svo seint er sáð. iEn nú brá svo við, að sumarið var eitt hið kaldasta eftir að júní sleppti og því er ekki að leyna, að nú brást uppskera af grænfóðri víðar en áður. Þegar hefur verið skýrt frá því, hve kalt þetta sumar var. Ég bendi aðeins á, að ekki kemur allt fram í meðalhitanum. Júní var hlýr sem kunnugt er, en það not- aðist ekki eins og áður er lýst, en júlí var svo einmuna kaldur, að menn trúa því tæpast, norðanlands var hann t. d. meira en þremur og hálfri gráðu kaldari en í meðalári. Síðan urðu bæði ágúst og sept- ember kaldir, þó að ekki munaði eins miklu. Varmaþörf grænfóðurs Grænfóður þarf, sem aðrar jurtir, ákveðið varmamagn til að ná ákveðmum vexti og þroskastigi. Varmamagn t. d. yfir vaxtar- tímann, er mælt í svonefndum gráðudög- um, en það er samanlagður meðalhiti vaxt- ardaganna (eða meðalhiti tímabils, marg- faldað með dagafjöilda þess). Athuganir sýna, að íljótvaxið bygg þarf hér um bil 650—700 gráðudaga til að það skríði, en þá er það fullvaxið sem græn- fóður, og jafnvel aðeins fyrr. Hafrar þurfa nokkru meiri varma, til þess að skríða, eða um 800—900 gráðudaga. Þessu má einnig lýsa þannig að ef meðalhiti um vaxtarskeiðið er 10°, þyrfti bygg um 65—70 daga, tiil að ná fullum vexti, en hafrar um 80—90 daga. Fljótvöxn- ustu káltegundirnar, eins og repja, þurfa ekki mikið meiri varma en hafrar, en rýgresi nokkru meiri, einkum ef á að vera hægt að slá það tvisvar, eða slá það og beita. 'Til giöggvunar gef ég yfirlit yfir það varmamagn, sem grænfóður fékk á tveim- ur stöðum á Norðurlandi á s.l. sumri mið- að við mismunandi sáðtíma og 97 vaxtar- daga, og ber það saman við varmamagn, sem fengizt hefði í meðallári á sama tíma: Varmamagn í gráðudögum 1970, borið saman við meðalár 1931—1960. Vaxtartími Akureyri Staðarhóll í Aðaldal Sáð SlegiÖ 1970 Meðalár 1970 Meðalár 1. júní- - 5. sept. 857 975 807 890 10. júní—15. sept. 815 960 760 880 15. júní—20. sept 794 950 737 875 1. júlí— 5. okt. 731 925 660 850 Af þessu má glöggt sjá tvennt: í fyrsta lagi hve sumarið var mikið verra en með- alár (1931—’60) og í öðru lagi hve miklu munar, ef sáð er nægilega snemma. Síðast- liðið sumar munaði það sérstaklega miklu vegna þess, að júní var óvenju hlýr. Eftir þessum tölum að dæma átti það grænfóð- ur, sem sáð var til í byrjun júní, að vera orðið stórum betur sprottið í byrjun sept- ember, en það grænfóður, sem sáð var til í lok júní, gat orðið fyrstu daga október. Auk þess sem að ótryggt er og erfitt getur F R E Y R 111

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.