Freyr - 01.03.1971, Blaðsíða 24
Hinar ýmsu tegundir og
afbrigði fóðurkáls Jþurfá
mismunandi hitamagn og
vaxtarskeið til þroskunar.
verið með nýtingu þess grænfóðurs, sem
standa þarf fram í október, sérlega norð-
anlands.
Reynslan samhljóða mælingum
Þessar athuganir koma heim við reynsl-
una frá síðastliðnu sumri, en hún var í
stórum dráttum sú, að það grænfóður, sem
sáð var ti!l fyrir eða >um miðjan júní, náði
vel viðunandi vexti, en væri því sáð telj-
andi seinna, brá til beggja vona með
sprettuna, einkum í kaldari sveitum lands-
ins
Að sjálfsögðu eru það fleiri þættir, sem
ráða sprettunni en varmamagnið um
sprettutímann, t. d. jarðraki og úrkoma,
frjósemi jarðvegs og áburðargjöf og gerð
jarðvegs, lega landsins og skjólsællni o. fi.
Því er ekki hægt að ailhæfa þessar tölur,
nema með vissum fyrirvara um þessa
þætti.
Reynsla s.l. sumars sannar okkur enn bet-
ur en áður það, sem við höfum haldið fram
að stefna verður að því í ölilum snjóþyngri
og harðbýlli sveitum að búa landið, sem
mest undir ræktun að haustinu, og sá sem
fyrst á vorin, eða strax og landið er orðið
nægilega þýtt, jafnvel þó iað enn sé
ekki fært um það með öll tæki. Græn-
fóðri verður að sá á vorin og bezt sem
fyrst. Öðru máili gegnir um sáningu gras-
fræs. Það reynist vel um allt norðanvert
landið að sá því á haustin, þó ekki fyrr
en í lok sept. eða byrjun október. Á Suður-
landi getur haustsáning á grasfræi gengið
en er áhættusamari. Þar tel ég vænlegra
ráð til að tryggja tuppskeru á sama ári og
sáð er, að sá nokkru af grænfóðri með
grasfræinu. Til greina koma hafrar, rý-
gresi eða bygg, og mun byggið j afnvel bezt
til þessa fallið. Þess verður að gæta, að
nota þó ekki nema V?, till Vi sáðmagn af
grænfóðurfræi, ef því er sáð með grasfræi.
Önógur undirbúningur
Orsakirnar til þess, að menn hafa orðið
svona seinir með sáningu, má nær allar
rekja til ónógs undirbúnings, sem stafar
m. a. af því, iað grænfóðurræktunin er
ekki orðin fastur liður í búskapnum. Ég
nefni nokkur dæmi:
Það hefur hent hvað eftir annað undan-
farin vor, að grænfóðurútsæði, einkum
hafrar, hefur gengið til þurrðar hjá fræ-
verzlunum, þegar nokkuð er liðið á þann
tíma sem eðililegt er að sáð sé. Ekki er rétt
að skrifa þetta á reikning þeirra, sem
verzla með fræið, nema að litlu leyti, þeir
hafa nær árllega aukið pantanir sínar á
grænfóðurfræi og hvatt menn mjög til að
112
F R E Y R