Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1971, Qupperneq 26

Freyr - 01.03.1971, Qupperneq 26
dráttarvéla, sem henta til umferða- vinnslu. Með góðum tækjum við heimiílisdráttar- vél tekur endurvinnsla lands, sáning og frágangur á grænfóðurflögum, varla meira en 5—7 klst. við hvern hektara, og er þá svipað hvort þarf að endurvinna tún eða land eftir grænfóður. Ef um frumvinnslu er að ræða, gegnir auðvitað öðru máli. Pantið fræið tímanlega Við erfið skilyrði er bygg öruggasta græn- fóðrið, það er fljótvaxið og ekki sérlega viðkvæmt fyrir jarðvegi eða annarri að- búð. Mörgum, sem ekki telja sig hafa að- stæður til votheysverkunar, mun þykja það kostur, að hægt er að þurrka bygg með viðunandi árangri. Það hefur valdið viss- um erfiðleikurn að fá 6-raða bygg til út- sæðis vegna þess að minna og minna er ræktað af því erlendis. Menn ættu ekki að draga það nú að panta útsæði til grænfóðurræktar, svo að ekki þurfi að horfa til vandræða með fræ- kost á komandi vori. Aukið framlag á grænfóðurræktun Undanfarandi ár hefur leiðbeiningaþjón- ustan mjög hvatt til aukinnar grænfóður- ræktunar. Tillögur hafa komið fram að ríkisframlag til grænfóðurræktunar yrði aukið. Búnaðarþing hefur ályktað um málið og beint áskorunum til stjórnar- valda um hækkað framlag til grænfóður- ræktiunar. (Nú liggur frumvarp um sama efni fyrir Alþingi, og er vonandi að það verði samþykkt. Leiða má að því rök, að þeim fjármunum væri mjög vel varið, sem til slíks gengju. Auðsætt ætti að vera, að öllum er hagur að því, að innlend fóður- öflun aukizt, og að sama skapi dragi úr innflutningi kjarnfóðurs. Einhverjum kynni þó að detta í hug, að ekki sé svo rík ástæða til að hvetja til aukinnar fóðuröfl- unar á meðan of mikið er framleitt af sumum vörum og selja verður mjólkur- 114 vörur úr landi fyrir lágt verð. En reynsla undangenginna ára sýnir einmitt, að það er miklu fremur notkun á innfluttu kjiarn- fóðri, sem ræður einna mestu um það hver mjólkurframleiðslan verður, en ekki svo mikið magn af heimaöffliuðu fóðri. Árið, sem einna minnst var af heimaöffluðu fóðri á Suður- og Vesturlandi, en kjarnfóð- ur var ódýrt miðað við venju, var mjólk- urframleiðsla meiri en nokkur átti von á. Engum ætti því að blandast hugur um, að það er þjóðþrifaráð að hvetja til þeirr- ar fóðuröflunar sem líklegust er ti'l að bæta afkomu bænda og tryggja þá gegn stóráföllum af völdum kaldrar veðráttu. Lokaorð Að lokum þetta: Hið kalda árferði með kali hefur sorfið svo að allri fóðuröflun af fjölærum jurtum, að merkilegt má telja hve vel bændur hafa staðizt þau áföll og þann mikla kostnaðarauka, sem þeim er samfara. Kuldinn hefur og dregið úr sprettu a>lls úthaga og afréttarlanda. í slíku árferði þarf að ætla hverri búfjár- einingu meira fóður, meira land til fóður- öflunar og beitar, bæði ræktað land og út- haga. Jafnvel hin köldustu sumur, sem komið hafa, virðast gefa nægilegt varma- magn yfir vaxtartímann, til að fljótvaxn- ar grænfóðurtegundir nái viðunandi vexti. Þá borgar grænfóðrið betur fyrir áburð- in en tún með spilltum gróðri, eða meira og minna kalin tún. Grænfóðurrækt er því raunhæft svar við erfiðleikum harðærisins, en hana verð- ur að gera að föstum þætti í búskapnum. Það er þjóðhagslega rétt og hagkvæmt að stuðla að aukinni grænfóðurræktun með auknu framlagi. Það yrði hvatning til manna að hefja hana álmennt og hjálp til að komast yfir byrjunarörðugleika og nokkurn aukakostnað, sem fylgir slíkri breytingu á búskaparháttum. F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.