Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1971, Blaðsíða 6

Freyr - 01.09.1971, Blaðsíða 6
ingur, klyfberi eða klakkur, móttak, sili, taglstag, hleypihengsli eða heybandslest? svo að örfátt eitt sé tilgreint af því, sem horfið er úr heyskaparmáli og af nútíma starfsvettvangi. Nöfn á hlutum týnast líka. „Blað skilur bakka og egg“ kvað Jónas, það skilur nútíminn einnig, en Ijábönd, grashlaup og þjó þekkja víst fáir þeirra, sem yngri eru en þrítugir. Aldrei í sögu landsins hefur rás tímans verið svo ör eins og hin síðust ár. Vélarn- ar hafa umhverft öllu, ekki bara starfs- háttum og afköstum, heldur og venjum og siðum, málfari og heimilisháttum og mörgu öðru. Dráttarvélin getur fylgzt með á sveitarballið að heyskap loknum, — jafn- vel um heyskapartímann — en ungi mað- urinn eða bóndinn geta ekki dansað við hana. Hún er þarft tœki í þeirra höndum, þegar hún lœtur að stjórn og er ekki í ólagi, og vélar og verkfœri eru við hana tengd til þess að gegna störfunum. En hún er ekki til viðræðu þótt hávœr sé í gangi. Það eru vinnutœkin ekki heldur, en gagn- leg eru þau og ef allt hátterni við hey- vinnuna er eðlilegt þá er auðvelt að safna miklum forða heyja á skömmum tíma þótt þótt litlu mannsafli sé á að skipa. Víst eru túnin orðin víðáttumikil, miðað við það, er áður gerðist. En þau geta brugð- izt og þau hafa brugðizt mjög tilfinnan- lega. Úr því geta vélarnar ekki bœtt bein- línis, en hlutur þeirra í því að bjarga því vel, sem bjargað verður til vetrarforða, er þó ekki óverulegur og í sumum árum mikill. Á vori var sáð og áburði dreift til þess að efna til góðrar og mikillar eftirtékju. Svo bezt verður henni vel bjargað, að til þess séu tœki í lagi þótt mannafli sé naumur. Misæri að undanförnu hefur fœrt bœnd- um í fang verulegar áhyggjur og erfiði þrátt fyrir góðan og ágætan vélakost. Þegar þessar línur koma fyrir sjónir les- enda er það staðreynd, að miklu meira fóður er í hlöðum af heimafenginni töðu Vélræn heyþurrkun. en á sama tíma um undanfarin ár. Við ráðum ekki veðurfari en tæknin og tækin eiga að hjálpa til að gera misferli þess sem minnst, hjálpa til þess að gera bónd- ann sem minnst háðan veðurfarinu, sem fyrr var fremur öllu afgerandi um afkomu hans. Margra ára andóf við erfiða veðráttu hefur reynt á þolrif ýmissa og fœrt bænd- um litlar tekjur i bú. Svona hefur það gengið um alla tíð íslands byggðar. Með fábreyttum starfsháttum og engri tœkni bœnda, voru veðurguðirnir jafn harðhend- ir og nú gerist, en áhrifavald þeirra kom í fyrri daga harðara niður á búendum. Þá varð stundum fellir á búfé og fólk dó úr ófeiti af því að árangur heyanna varð langt frá því er vera skyldi. Það hrökk ekki til að hafa marga á spildunni við slátt og röð af kvenfólki með hvítar svuntur við rakst- ur og þurrkun heyja. Meira þurfti til. Hvort mun gæfa og gengi í hversdags at- höfn og mannlegum samskiptum hafa breyzt að sama skapi? Því skal ekki svarað hér. G. 354 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.