Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1971, Side 8

Freyr - 01.09.1971, Side 8
Rikki N189. Umsögn: Hrafn N187 hlaut II. verðl. á sýningu 1968. Dætur hans voru í afkvæmarannsókn á Lundi, er lauk haustið 1970, og hlaut hann þá I. verðl. viðurkenningu. Lýsing og reynsla á dætrum: Á Lundi luku 14 dætur Hrafns N187 1. mjólkurskeiði í afkvæmarannsókn. Dætur Hrafns eru nær allar svartar eða kolóttar, flestar alkollóttar og engin hyrnd. Þær hlutu afar háa einkunn fyrir byggingu, og virðast að sumu leyti svipa til föðursystra sinna, dætra Surts N122. Flestar hafa bein- an hrygg, mikið bolrými og breiðar malir, eilítið hallandi. Fótstaða er bein, júgur vel upp borin og mjöltun frábær. Þetta er ræktarlegur, óvenju glæsilegur og sam- stæður hópur. Mjólkuðu þær á 304 dögum að meðaltali 3420 kg með 4,15% meðalfitu, þ. e. 14193 fe. Að undanteknum dætrum Rikka N189, sem voru í afkvæmarannsókn á Lundi sama ár, er þetta afurðahæsti kvígnahópurinn, sem enn hefur verið á Lundi. Eru afurðir dætra þessara tveggja nauta langt fyrir ofan það, sem áður er vitað um 1. kálfs kvígur hér á landi. RIKKI N189, f. 9. maí 1965 hjá Hallgrími Aðalsteinssyni, Garði í Öngulsstaðahreppi. Lýsing: svartskjöldóttur; kollóttur; hryggur lítið eitt ójafn; litlar útlögur; bolur fremur grunnur; malir breiðar, en lítið eitt hall- andi; hávaxinn, grannur og langur gripur með veika fótstöðu. Ættartala: FAÐIR: Þeli N86, SNE, sami og faðir Andra V102 og Þjálfa N185, sjá 1. skýrslu bls. 130, I. verðl. MÓÐIR: Rikka 6, f. 7. jan. 1958 að Rifkelsstöðum, Ongulsstaðahreppi. Mf. Funi N48, SNE. Mm. Bletta 39, Jónasar Halldórssonar, Rifkelsstöð- um. Mff. Kolur Nl, SNE, I. verðl. Mfm. Eyrarrós 31, Sigtúnum. Öngulsstaðahreppi. Mmf. Loftfari N6, SNE. Mmm. Bletta 27, Þórustöðum, Öngulsstaðahreppi. Rikka 6 hlaut háan dóm fyrir byggingu á nautgripasýningu. í samfelld 6 heil ár mjólkaði hún að meðaltali á ári 5185 kg með 4,15% mjólkurfitu, þ. e. 21518 fe. Er 1. kálfs nyt innifalin í þessu meðaltali nema fyrstu 3 vikur þess. Árið 1962 var hún önnur afurðahæsta kýr landsins og árið 1964 hin þriðja í röðinni. Umsögn: Rikki N189 hlaut II. verðl. á sýningu 1968, en I. verðl. haustið 1970, er afkvæmarann- 356 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.