Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1971, Side 10

Freyr - 01.09.1971, Side 10
Geisli N197. Fmf.=Fff. Fmm. Ása 4, Kyljuholti. MÓÐIR: Eygló 6, f. 1954. Mf. Rauður N46, Nd. Bf. Reykdæia, I. verðl. Mm. Síða. Mff. Loftfari N6, SNE. Mfm. Ýma 9, Kristnesi, Hrafnagilshreppi. Mmf. Mmm. Eygló 6 var aðeins 4 samfelld ár á skýrslu, þar sem skýrsluhald var ekki stöðugt á Hömrum þau ár, sem hún lifði. Á þessum árum, 1962—65, mjólkaði hún að meðaltali á ári 4804 kg með 3,94% fitu eða 18928 fe. Umsögn um Geisla og dætur hans: Geisli hlaut II. verðl. á nautgripasýningu 1968, og eru dætur hans nú í afkvæma- rannsókn á Lundi. Að honum standa ýms- ar ættir, sem þó koma að nokkru saman, ef lengra er rakið. Hrafn A6, sem reyndist afburða vel á Mýrum í A.-Skaftafellssýslu, var t. d. af Kluftastofni í móðurætt og sama stofni og eyfirzkum í föðurætt. í yfirstandandi afkvæmarannsókn á Lundi höfðu dætur Geisla, 16 að tölu, mjólkað að meðaltali 1561 kg fyrstu 100 daga 1. mjólkurskeiðs, sem er mjög glæsi- legt. Verður fróðlegt að vita, hvort þessi hópur nær eða fer fram úr dætrum þeirra Hrafns og Rikka í afköstum, en hann hefur þegar sýnt mikla mjólkurgetu, og komust kvígurnar í 17,7 kg hæsta dagsnyt að jafn- aði. Þessi hálfsystrahópur var skoðaður í apríllok (J.E.). Þær hafa sterka yfirlínu, fremur mikið bolrými, en malir þaklaga á flestum. Fótstaða er góð. Þessar kvígur hafa stór, en nokkrar eilítið síð, klofin júg- ur. Spenar eru vel gerðir, en ívið of langir á sumum. Þetta er samstæður hópur systra, góðar í mjöltun, og sérlega skap- góðar. Yngri naut, sem valin hafa verið til afkvæmaprófana á Lundi Þá voru haustið 1970 flutt á Nautastöðina þau naut, sem afkvæmaprófuð verða næstu tvö ár á Lundi, tvö árlega. Eru þau þessi eftir aldursröð: Straumur N199 og Heimir N201, en 20 kvígur undan hvoru þeirra eru nú á 2. ári í uppeldi á Lundi, og Hnokki N205 og Natan N207, sem jafnmargar kvíg- ur eru undan í uppeldi á 1. ári. Verður þessara 4 nauta nú getið nánar. STRAUMUR N199, f. 26. jan. 1967 á Skjaldarvíkurbúinu í Glæsibæjarhreppi í Eyjafjarðarsýslu. Lýsing: svartur; kollóttur; breiður hryggur; sæmi- legar útlögur, en boldýpt nú tæplega í meðallagi; malir jafnar, breiðar, eilítið hallandi; bein fótstaða; stórvaxinn og sér- lega langur gripur. II. verðl 1968. Ættartala: FAÐIR: Þeli N86, SNE, sami og faðir Andra V102, Þjáifa N185 og Rikka N189, sjá 1. skýrslu bls. 130, I. verðl. MÓÐIR: Sjöfn 82, f. að Skjaldarvík 10. sept. 1956. Mf. Fylkir N88, SNE, sami og faðir Sokka N146 og' Munks N149, sjá 1. skýrslu hls. 126, I. verðl. Mm. Dimma 53. Mmf. Viga-Skúta N4. Mmm. Kríma 26. Sjöfn 82 var á skýrslum í 8 heil, samfelld ár. Hún mjólkaði að meðaltali á þeim tíma 358 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.