Freyr - 01.09.1971, Qupperneq 16
P. A. INGVASON:
GULLNAR STARIR
ISLANDS
Höfundur greinar þessarar, P. A. Ingvason,
er Húnvetningur að ætt og uppruna. Hann
nam búvísindi vestan hafs og starfaði þar
um áraraðir á sviði ræktunar, einkum að
engjarækt og áveitumálum.
Grein þessi birtist í tímariti vestan hafs
fyrir nokkru og hefur verið snarað á ísl-
ensku til birtingar í Frey, þar eð telja verð-
ur hana þess maklega að koma fyrir sjónir
lesenda ritsins.
Páll A. Ingvason er nú hættur störfum og
dvelzt sem vistmaður á Kristnesi í Eyjafirði.
Ritstj.
Hín frábæra fóðurjurt, sem er þekkt undir
nafninu gulstör (Carex Lyngbyei), vex
víða villt sem ríkjandi eða eina jurtin á
flæðiengjum, árbökkum, óshólmum og
engjum, með ströndum, þar sem gætir
sjávarfalla eða flóða í jökulám. Það gerist
oft að vetrarlagi, að sjávarföllin mynda
sandgarða við árósa og loka ræsiskurðum
engjanna við strendur. Þetta orsakar mikil
flóð á vorin þar til garðurinn brestur eða
er opnaður af mannavöldum.
Lík hrísgrjónajurtínni
Ræktun þessarar afburða fóðurjurtar er
ekki ólík ræktun hrísgrjónajurtarinnar við
árstíðabundin flóð. Þá er árvatni veitt yfir
akurinn á vorin og látið safnast í 25—35
cm djúpar uppistöður eða haft stöðugt
rennsli, sé vatnsmagn nægilegt.
Við óshólma jökulánna, þar sem hið
salta sjávarflóð blandast leirmenguðu ár-
vatninu og þar sem þetta vatn er notað til
áveitu, verður leirlag eftir á engjunum og
sjávarsaltið kemur gróðrinum til góðs sem
áburður. Störin hefur jarðlægan stöngul
og myndar þéttan, teygjanlegan og þykkan
svörð. Gróskan er mikil, störin er bein-
364
F R E Y R