Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1971, Qupperneq 22

Freyr - 01.09.1971, Qupperneq 22
liti til vinnu í fjósinu, miðað við tvístæðu- fjós eins og þau voru langflest byggð á umræddu skeiði og síðan. * * * Fyrir 25 árum voru kýrnar yfirleitt um 350—375 kg að þyngd að meðaltali. Þá sá maður flest ungviði í högum hálf horuð og úfin, vegna laklegra beitarskilyrða og lélegs uppeldis og vöxturinn fór fram að- allega í innistöðu, en fjöldi gripa náði mjög seint eða aldrei eðlilegum og fullum þroska. Á það benti eg ýmsum, einkum þeim, er þá voru að byggja, að þetta yrði ekki svo um alla framtíð og gera skyldi ráð fyrir, að með auknum kynbótum og bættri meðferð mundu kýrnar stækka um komandi ár og þyngjast svo, að þeim hent- uðu illa 135—145 cm básar eftir aldarfjórð- ung, en fjósin yrðu þá til þótt nýjar kýr stæðu á básum að þeim tíma komnum. Aldarfjórðungurinn er liðinn og vissulega hafa kýrnar bæði stækkað og þyngst. Það er árangurinn af markvissu kynbótastarfi og mjög bættri meðferð og fóðrun í upp- eldi skepnanna. Nú mun meðalþyngd kúnna nokkuð yfir 400 kg og margar þeirra munu vega yfir 450 kg. Stærðin er önnur og þá hæfa þeim illa stuttu bás- arnir, sem auðvitað hafa ekki lengst til samræmis við eðlilegar þarfir. í samræmi við þyngdina hefur bollengd kúnna að sjálfsögðu aukizt og voru bás- arnir of stuttir fyrir 25 árum þá eru þeir allt of stuttir nú. Eg legg til að nú verði gerð gangskör að því að mæla lengd svo sem 2—3 þúsund kúa og staðfesta þannig hve langir básarnir þurfa að vera nú og gera ráð fyrir að kýrnar lengist enn um sinn, svo sem einn cm á hverjum 5 árum. Jafnvel þótt við ekki skiptum um naut- gripastofn, sem litlar líkur eru til eða eng- ar, þá gerir bætt uppeldi sitt til að efla vöxtinn, rétt eins og gerzt hefur í mann- heimum síðustu árin. Miðað við tvístæðufjós og stuttbása, þurfa þau að vera 10 m breið utanmál, veggir með einangrun dragast frá 2 x25 cm og þá er innanmál fjóssins 9,50 m. Skip- an þess milli hliðarveggja yrði þá þessi: Gangar með veggjum 2 X 160 cm = 320 cm Básaraðir, lengdir 2 X 150 cm = 300 — Flórar eða ristar 2 X 90 cm = 180 — Stétt í miðju 150cm = 150 — Samtals 9,50 m Stærðir þær, er hér um ræðir, mætti ef til vill hreyfa þannig, að gangur við útvegg, ásamt jötu, sé 170 cm á breidd og stéttin í miðju fjósi þá aðeins 130 cm, en þangað til annað verður sannað ætla eg, að meðal- lengd bása, svo þeir séu við hæfi meðal- kýrinnar nú, þurfi að vera 150 cm að lengd, þá miðað við ár 1970—1990. Verði farið inn á að gera langbása, sem ekki er líklegt nema ef hjarðfjós með legu- básum eru byggð, þá þurfa þeir að vera 40—50 cm lengri en stuttbásarnir, miðað við að lengdin frá bóghnútu á snoppu sé sem næst þessu máli. * * * Þegar á allt er litið er það sitthvað í sambandi við básana og búnað þeirra, sem gera þarf gangskör að og prófa, því að jafnframt og gerðar eru eðlilegar og vax- andi kröfur til aukinna afurða eftir skepn- urnar, — eins og vera ber til þess að nýta fengna afurðahæfni með auknum kynbót- um — þá þarf að stuðla að því á allan hátt, að líðan skepnanna sé sem bezt, og þar til telzt góð og ágæt húsvist.. Básinn, legurúm kúnna og vistarvera 4/5 hluta ársins, er ákaflega mikilvægt atriði í því sambandi. Og svo má ekki gleyma að taka tillit til eðlilegs vaxtar og vaxtarhlutfalla, eins og gerzt hefur á undanförnum árum og til þessa dags. Það er kominn tími til að breyta um háttu í þessum efnum. Og svo hitt. Gott rými til allrar innistöðu í fjósi er höfuðnauðsyn. Það er betra að tak- marka lofthæðina en flatarmálið. G. 370 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.