Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1971, Side 23

Freyr - 01.09.1971, Side 23
Hraðþurrkað gras ogj grænfóður Hér á landi eru starfandi tvær verksmiðjur, sem framleiða köggla og vöggla úr grasi og grænfóðri og ein, er framleiðir mjöl. Hraðþurrkunarmái hafa verið á dagskrá og áhugi fyrir að stofna fleiri verksmiðjur af svipuðu tagi. Ekki er ólíklegt að hrað- þurrkuð vara sé hentugasta aðferðin og bezta heyfóðrið þegar efna skal til heyforðabúra, er gripið skal til i harðærum. í öðrum löndum eru mál þessi einnig á dagskrá og umfangsmiklar tilraunir og rann- sóknir þar gerðar, með ærnum kostnaði, til þess að kanna hagkvæmni og hlutgengi í notkun umræddrar framleiðslu. Fer útdrátt- ur úr nokkrum skýrslum um þau efni hér á eftir. Tilraunir með hraðþurrkað gras Árið 1940 kom út í Svíþjóð bók um KONSTSTROKKNING AV GRÖNT FO- DER eftir Osvald — Laudon och Axelson. Fjallaði hún um yfirgripsmiklar athugan- ir viðvíkjandi hraðþurrkun og samanburð á ýmsum þurrkunarkerfum, sem þá voru í notkun, aðallega í Englandi. Síðan hafa Svíar lítt sinnt þessum mál- um og útbreiðsla hraðþurrkunar er þar svo til engin. Svíar eru auðug þjóð og verja miklu fé til rannsókna og tilrauna. Nú er m. a. verið að reisa hraðþurrkunarstöð og kerfa allan búnað viðvíkjandi rekstri hennar til rann- sóknar og tilrauna á sviði hraðþurrkunar og nýtingu hraðþurrkaðrar vöru, fyrst og fremst til fóðurs. Umræddri stöð, sem byggð er og reka skal á vegum tilrauna hins opinbera, er ætlað að leysa úr mörgum gátum viðvíkj- andi hraðþurrkaðri vöru. Þær spurningar, sem þarna skal leita að svörum við, verða meðal annars: 1. Hve gróft skal efnið á heykögglum vera svo að það verki ekki til lækkunar í fitumagni mjólkurinnar? 2. Hve löng skuli stráin vera í kögglunum svo að ekki myndist sár eða bris í melt- ingarfærum skepna, er éta þá? 3. Hve mikið má gefa af heykögglum svo að ekki verði vart meltingartruflana eða vaxtartruflana hjá ungviði? 4. Hvaða stærð þurvkunarstöðva er heppi- legust? 5. Hvernig á að skipuleggja þurrkunar- stöðvar og starfsemi þeirra? 6. Er hagfræðilega rétt að nota hraðþurrk- un fremur en aðrar aðferðir við verkun grass til vetrarfóðurs? 7. Tæknileg atriði og þurrkunarskilyrði fyrir ýmsar tegundir jarðargróðurs. í þessu sambandi verða og gerðar til- raunir með mjólkandi kýr, með vaxandi geldneyti, og sitthvað fleira. Tilraunastöð þessi, með tilheyrandi kerf- uðum vélakosti, krefst í stofnkostnaði jafn- virði 8,8 milljóna íslenzkra króna. F R E Y R 371

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.