Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1971, Side 24

Freyr - 01.09.1971, Side 24
Svíar gera sér vonir um, að það spari verulega vinnu við fóðrun kúnna, ef hægt verður að nota heyköggla sem einasta gróffóður, því að þá má nota færibands- flutning úr hlöðu í fjós og hraðþurrkað, og kögglað hey krefst miklu minnct rýmis en venjulegt hey í hlöðu. Hins vegar er fyrirfram vitað, að fram- leiðsla mjöls af heyi kemur ekki til greina þegar fóðra skal jórturdýr því að með mölun er fóðurgildi rýrt að mun og íleiri annmarkar fylgja, jafnvel þótt það sé vögglað. Grasmjöl í Noregi Á öndverðu síðastliðnu ári kom út skýrsla á vegum LOT í Noregi, er g'reindi frá nið- urstöðum grasmjölsvinnslu þar í landi á árunum 1965—1967. Starfandi voru 10 verksmiðjur, og af framleiddri vöru vár 77,8% þurrkað í belgofnum (sívalningum). Framleiðslan var 10.016 tonn árið 1967. Stærsta verksmiðjan eimaði 8,5 tonn vatn á klukkustund. Á síðari árum hefur til- hneiging verið til að stækka verksmiðjur til grasþurrkunar, af því að þær eru hag- kvæmari í rekstri en litlar. Um leið og verksmiðjurnar stækka er starfsháttum breytt, t. d. eru sláttutætararnir þá yfir- leitt sjálfakandi og með stækkandi verk- smiðjum aukast fjarlægðir af túni að vinnslustað, en það hefur aítur í för með sér, að eðlilegt er að nota vörubifreiðir og ekki traktorvagna til að flytja grængresið. Grasþurrkun er orkufrek, segir þar. Til þess að þurrka gras, sem þurfti til að framleiða hvert tonn af mjöli, eyddist 0,384 tonn af olíu og 206,8 kílóvött af raforku. F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.