Freyr - 01.09.1971, Page 29
ANDRJÉS ANDRÉSSON:
Eg kýs
heybindivél
Andrés bóndi í Berjanesi skrifar um hey-
bindivél og notkun hennar eftirfarandi.
Ég hefi átt heybindivél í þrjú ár og tel ég
það ómissandi verkfæri fyrir mig. Vélin er
mjög ámóta fljót að taka upp heyið og
heyhleðsluvagninn. Bindivélin flytur ekki
heim, en baggana þarf að flytja fljótt inn
eða ganga vel frá þeim á teig, ef von er
á vætu og vel á að fara. En það eru fleiri
hliðar á þessu máli og vil ég lítið eitt ræða
þær. Þá er það verkunin á heyinu, hún
hefur aldrei brugðist hjá mér, ef ég get
náð að flytja baggana inn án þess að nái
að rigna ofaní þá. Ég hefi aldrei séð myglu
í böggunum en aðeins vott um baggaskil
eða utan á þeim, ef hlaðið er sérlega þétt
í hlöðuna. Um teljandi blástur hefur ekki
verið að ræða og mín reynsla er sú, að
baggar þurfi minni blástur en laust hey.
Ef hægt er að láta bagga bíða úti í tvo
eða þrjá daga, í tvö- eða þrefaldri stæðu,
annað hvort í þurki eða þá vel varða svo
vatn gangi ekki í þá, hefi ég reynslu fyrir
því, að þeir geta létzt um 7 kg bagginn.
Hitamyndun virðist mjög ör strax og allt
loftar út og heyið heldur sér jafngrænt, en
ef baggar eru látnir liggja úti undir rign-
ingu, óvarðir, og í þá gengur vatn, er mín
reysla sú, að þá sé óhætt að fleygja þeim.
Það hvorki nær að hitna í þeim né að þeir
mygli, heldur verður heyið svart og að
óþverra, sem engin skepna étur. Mætti
kannske bjarga svoleiðis heyi með því að
leysa baggana strax og setja það allt í
blástur. Þannig kynni það að verkast.
Þetta skapar þá venju, að sjálfsagt verður
talið að ganga strax frá þeim böggum,
sem ekki er strax hægt að flytja heim.
Það er hægast og bezt á allan hátt að
tengja léttan vagn á lágum hjólum aftan
í bindivélina, þar stæði einn maður, sem
tæki á móti böggunum og raðaði þeim á
vagninn, væri svo gafl í að aftan, sem
hægt væri að fella niður, setja stroffu fram
fyrir baggana og keyra svo vagninn undan
þeim. Stæði þá baggastaflinn til hlaðinn
eftir sem mætti mæna og breiða yfir og
geyma til heimflutnings síðar. Þetta er
frekar létt verk og auðvelt. Óhjákvæmi-
legt er annað en eiga færiband til að flytja
bagga í hlöðu. Það mun kosta um 50 þús.
krónur. Fyrir búhagan mann er auðvelt að
smíða það og gæti slíkt fært keyptan
kostnað niður um helming. Þeir sem flytja
laust hey heim telja sér nauðsyn að eiga
blásara og mun verð á þeim nú vera svip-
að og á færibandi svo þarna virðist enginn
auka kostnaður vera við samstæðuna.
Þá vil ég minnast á það, sem ég tel aðal
ávinning, að hafa bagga en ekki laust hey
í hlöðu. I fyrsta lagi sparar það mikið erf-
iði og mikla vinnu, svo mikla, að einn
maður er fljótari að bera fram hey og'
gefa, en tveir eða þrír væru við að stinga
og' moka upp og bera fram úr heystæðu.
í öðru lagi þarf aldrei að bíða eftir að
heyið sígi og bíða þannig eftir heyplássi,
auk þess sem hlöðurnar taka miklu meira
hey bundið en laust. í þriðja lagi gengur
heimflutningur á bögg'um margfallt betur
en á lausu heyi og sparar því mikinn tíma,
og þá alveg sérstaklega þar sem um tölu-
verðar vegalengdir er að ræða, því hægt
er að hlaða böggum á vagnana eins og
burðarþol þeirra leyfir.
Margur er haldinn mikilli heymæði og
margir orðið að hætta búskap vegna þess.
Þar tel ég að baggar geti verið mikil meina-
bót fyrir þá, sem ekki komast hjá því að
vera við gegningar, og tala ég þar af eigin
reynslu.
Það liggur í augum uppi, að minna ryk
377
F R E Y R