Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1971, Page 35

Freyr - 01.09.1971, Page 35
Menn og málefni Ingóljur Jónsson. Landbúnaðarráðherrar Um tólf ára skeið hefur ríkis- stjórn sjálfstæðisflokksins og alþýðuflokksins setið við stjórntauma íslenzku þjóðar- innar. í júlí s. 1. tók ný stjórn við völdum, mynduð af fram- sóknarflokknum, frjálslynd- um og alþýðubandalaginu. Við þetta tækifæri urðu að sjálfsögðu þáttaskil á ráð- herrastóli landbúnaðarins. Þar hvarf úr sæti Ingólfur Jónsson, sem af góðum hug hefur stýrt málefnum bænda- stéttarinnar jafn lengi og stjórnin hefur setið að völd- um, en sæti hans tók Halldór E. Sigurðsson, alþingismaður, sem jafnframt er fjármála- ráðherra. Hug hans og at- hafnir í garð landbúnaðar- mála hlýtur reynslan að sýna á komandi tímum. Halldór E. Sigurðsson. Haraldur Árnason frá Sjávarborg í Skagafirði hefur verið skipaður skólastjóri á Hólum í Hjaltadal, frá og með 1. júní s. 1. Haraldur hefur stýrt skólanum frá því 1 janúar s. 1. vetur er Haukur Jörundsson hvarf frá því hlutverki. Haraldur hefur hlotið háskólamenntun í Sviss, verið ráðunautur í Skagafirði, stundað útgerð og verzlun á Sauð- árkróki og verið stundakennari á Hólum áður. Umsækjendur um skólastjórastarfið voru 6. F R E Y R 383

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.