Freyr - 01.09.1971, Síða 37
Flóra íslenzkra landbúnaðarvísindarita hefur aldrei
verið mjög: fjölbreytt. Fyrir rúmu ári hóf göngu
sína tímarit, sem nefnist ÍSLENZKAE LAND-
BÚNAÐARRANNSÓKNIK. Nýlega hefur mér bor-
izt í hendur annað hefti annars árgangs af þessu
ágæta tímariti. Efni ritsins ætla ég ekki að gera
að umtalsefni hér. Mig vantar fræðilega þekkingu
til að ræða þær ritsmíðar, sem þar birtast og
leiddust þær því í lestri, ef undan er skilin land-
fræðilýsing þeirra Sturlu Friðrikssonar og Jóhanns
Pálssonar.
í grein Friðriks Pálmasonar um „Áburðarnotkun
og vetrarþol vallarfoxgrass" veitti ég að vísu at-
hygli, að í texta er vísað til línurits 1, 2, 3 o. s.
frv., sem mér virðist að heiti mynd 1, 2, 3 o. s. frv.
Þá virðist mér að það komi fyrir í suraum grein-
anna. að sömu niðurstöðurnar séu birtar í fyrir-
ferðarmikilli töflu og einnig í ennþá stærra línu-
riti. Þetta er hlutur, sem mér hefur skilizt á regl-
um þessa rits að ætti að forðazt, enda má það
kallast að fari illa með góðan pappír.
Þetta er sagt annað hefti annars árgangs, en er
samt látið byrja á síðu eitt. f flestum öðrum tíma-
ritum mun það venja, að blaðsíðurnar séu númer-
aðar áfram innan sama árgangs og mun yfirleitt
vera talinn kostur, meðal annars í sambandi við
samningu skrár yfir heimildarrit. Er vonandi, að
þetta verði ekki látið endurtaka sig í framtíðinni.
Aðalástæðan til að ég tók mér penna í hönd er
þó ekkert af því, sem að framan er getið, heldur
langar mig að víkja nokkrum orðum að kostnað-
inum við útgáfu þessa rits. Ritið er prentað á mjög
vandaðan pappír og ekkert þar til sparað. Kápu-
síða ritsins er glæsilegri en er að finna á öðrum
sambærilegum ritum í öðrum og ríkari löndum.
Er hún Iitprentuð og með nýrri forsíðumynd hverju
sinni og minnir helzt á landkynningarrit flugfélag-
anna. Þeir lesendur ritsins, sem láta sér mest annt
um það, munu Iáta binda það inn. Kápusíðan mun
þó oftast hafna í ruslakörfunni. Spurning mín er
því hve dýr þessi skrautbúningur ritsins sé? Telja
íslenzkir landbúnaðarvísindamenn sig hafa efni á
að stunda slíka landkynningu meðan fjármagn, sem
veitt er til landbúnaðarrannsókna á fsiandi, er
ekki meira en raun ber vitni?
Ási 28. júlí 1971,
Jón Viðar Jónmundsson.
Bændaskóli í Odda
Ákveðið hefur verið, að bændaskóli verði
stofnaður í Odda á Rangárvöllum og hefur
verið skipuð byggingarnefnd til að vinna
að undirbúningi og stofnun bændaskólans
í samráði við landbúnaðarráðuneytið.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið og biskup
íslands hafa samþykkt að skólinn verði
reistur í Odda og þar verði látin í té nauð-
synleg jarðarumráð.
í fréttatilkynningu frá landbúnaðarráðu-
neytinu segir, að í lögum sé kveðið á um,
að hér á landi skuli vera þrír bændaskólar
og einn þeirra skuli vera á Suðurlandi,
þegar byggingu skólahúss og öðrum nauð-
synlegum undirbúningi sé lokið.
Landbúnaðarráðuneytið telur, að bænda-
skóla Suðurlands verði bezt valinn staður
í Odda og skipaði 8, júlí sl. byggingarnefnd
til að vinna að undirbúningi að stofnun
bændaskólans í samráði við ráðuneytið. í
byggingarnefndinni eiga sæti: HörÖur
Bjarnason, húsameistari rikisins, sem er
formaður nefndarinnar, Hermann Sigur-
jónsson bóndi í Raftholti, Magnús B. Jóns-
son ráðunautur á Selfossi og Agnar GuÖna-
son ráðunautur.
Ullarvöxtur
sauöff|árins
Wales Plaxit Breeding Station
hefur haft með höndum rannsóknir á vexti
ullarinnar á sauðfénu og komizt að raun
um, að vöxturinn er misjafn eftir því
hvaða tegundum beitargróðurs féð nærist
af, og svo virðist sem bæði vöxtur og gæði
ullarinnar sé háð gróðurfari beitilandanna.
F R E Y R
385