Freyr - 01.09.1971, Síða 38
Af O.L A R
Búvísindanám
í erlendum landbúnaðartímaritum gat að líta ný-
lega frásögn um misjöfn viðhorf til aðildar að
Efnahagsbandalagi Evrópu. Þar var m. a. getið um
mismunandi menntun búvísindamanna í hinum
ýmsu löndum, er væri á oddinum. Þetta er til
meðferðar vegna hinnar frjálsu atvinnu, sem er
liður í bandalaginu.
í Frakklandi er námstíminn 3 ár, £ Belgíu 5 ár,
í Hollandi 7 ár, en taka ber tillit til þess, að stúd-
entsnámið er tveim árum lengra í Frakklandi en
í Belgíu, segir þar. Til samanburðar má geta þess,
að á Norðurlöndum tekur búvísindanám nú 4—5
ár.
Aðalfundur
S'téttarsambands bænda verður í ár á Höfn í
Hornafirði dagana 28—30 ágúst.
Efnahagsleg aðstoð
Um áraraðir hefur mikil aðstoð verið veitt til þess
að setja súgþurrkunarkerfi í hlöður. Má nú ætla,
að því nær allir hafi komið fyrir slíkum búnaði
í hlöðum sínum, þeim, sem eru svo stórar, að slíkt
sé hagkvæmt.
Meðal annars hefur komið í ljós, að þegar
féð nærist af vallarfoxgrasi hefur ullin
miklu minni eiginleika til að „hlaupa“
(þófna) en þegar féið nærist af öðrum
gróðri. Munaði þetta svo miklu, að þegar
umræddur eiginleiki var metinn = 100 við
venjulega fóðrun var einkunnin aðeins 12
eftir vallarfoxgrasfóðrun um skeið. Þegar
svo smára og rýgresi var bætt í fóðrið óx
þófnunin að miklum mun. En fóðrunin
hafði ekki aðeins áhrif á nefndan eigin-
leika heldur og á sjálfan vöxtinn. Sérlega
mikill ullarvöxtur fékkst þegar vallarfox-
gras og smári var aðalfóðrið. Ýmiss fagrit
landbúnaðarins í Evrópu segja frá þessu
og tjá einnig, að áframhaldandi tilraunum
um þessi efni sé beðið með óþreyju því að
þetta er mikið áhugaefni.
Nú ætti röðin að vera komin að votheyshlöðun-
um, því að framlag til að reisa þær hefur að
undanförnu verið óeðlilega lágt, enda hefur allt of
lítið verið byggt af þeim.
Ekki væri óeðlilegt þótt hér væri veitt opinber
aðstoð eins og í Noregi, en Norðmenn veita aðstoð
hins opinbera til byggingu votheyshlöðu 60% af
kostnaðarverði, þó aldrei meira en 4.000 norskar
krónur (48.000 íslenzkar) á bújörð. Að sjálfsögðu
ber að krefjast þess, að votheyshlöður séu vel
byggðar og að búnaði öllum gerðar samkvæmt
kröfum tímans, hvað snertir fráræslu, styrkleika
veggja og annað, sem nauðsyn krefur vegna not-
hæfni og endingar.
Orðsending
Reynslan hefur sýnt, að heybruni verður hér og
þar á hverju hausti. Með því að mæla hitann í
heyinu er auðvelt að vita hvað líður. Nokkrir
bændur geta átt mæli í félagi. Agætir heyhita-
mælar, cm 2 m langir, fást hjá FOKUS, Lækjar-
götu 6 b, í Reykjavík.
Spurningar
Hver vill svara spurningum fyrrv. bóndans, þeim,
er hér fara á eftir? Svörin skal senda til Freys.
1.
Hvenær hætta lömbin að þyngjast á haustin í út-
haga?
2.
Hvað er það mikið tap að láta lömbin ganga imdir
góðum mjólkurám fram í októberlok eða lengur?
Sé þetta gert, þá verða ærnar verr undir veturinn
búnar, og þurfa þar af leiðandi meira fóður. Getur
þetta orsakað það að ærin verði síður tvílembd að
vori og gefi minni afurðir það árið?
3.
Hvað er það mikill gróði að slátra lömbunum sem
fyrst á haustin og eiga meiri beit handa ánum yfir
veturinn, eða meiri há á túninu til varnar gegn
kali, ef kýrnar þurfa hennar ekki með?
Líka er háin ágætt skjól fyrir nýgræðingin á
vorin og verður hún svo sjálf að áburði. Þetta
getur haft mikla hagfræðilega þýðingu á stóru
túni.
4.
Eru ekki ókostirnir meiri en kostirnir á því að
beita lömbunum á ræktað land fyrir slátrun?
a. Ræktunin kostar mikið og getur brugðist.
b. Bragðið af kjötinu hlýtur að breytast, sérstak-
lega, ef um beit á fóðurkál er að ræða.
c. Hún eykur offramleiðslu á kjöti.
Fyrrverandi bóndi.
386
F R E Y R