Freyr - 01.08.1973, Side 3
FREYR
BÚNAÐARBLAÐ
Nr. 15-16 — Ágúst 1973
69. órgangur
Útgefendur:
BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS
STÉTTARSAMBAND BÆNDA
Útgófustjórn:
EINAR ÓLAFSSON
HALLDÓR PÁLSSON
PÁLMI EINARSSON
Ritstjórn:
GÍSLI KRISTJÁNSSON
(óbyrgðarmaður)
ÓLI VALUR HANSSON
Heimilisfang:
BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍ K
PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK
ÁskriftarverS kr. 400 árgangurinn
Ritstjórn, innheimta, afgreiSsIa og
auglýsingar:
Bœndahöllinni, Reykjavik — Sími 19200
PrentsmiSja Jóns Helgasonar
Reykjavík — Sími 38740
E F N I :
Heyannir
Byggðastefnur og umhverfismál
Áhrif sláttutíma og hraknings
Grœnland — granninn í vestri
Bœndur og húsfreyjur frá N.-Noregi
Meðferð kjarnfóðurs
Verðlagsgrundvöllur búvöru
Þróun búvöruverðs
Hreyfanlegt votheyshlöðuþak
Alifuglum líður betur
Bœkur
Stofnkostnaður — Vinnusparnaður
Er maturinn dýr?
Er mjaltavélin í lagi?
Þverrandi neyzla
Útlönd
HEYANNIR
Þegar komið er fram yfir sólstöður á sumri þá reikna
menn með að sláttur geti hafizt almennt í meðalári.
Fyrrum var talið gott ef byrjað var að slá „fyrir völl“
með júlibyrjun, en það var áður en tilbúinn áburður
kom í notkun.
Veðurfarið ræður alltaf svo miklu um hvenær hey-
annir geta hafizt. Köld vor og kuldi langt fram á sumar,
eða fram í miðjan júní, eins og gerðist að þessu sinni,
tefur grasvöxtinn svo tilfinnanlega og þá hitt ekki síður,
að nauðsyn ber til að hafa ærnar á beit á túnunum svo
að þær geti mjólkað tveim lömburn án þess að vöxtur
þeirra bíði hnekki, en tvilembur eru orðnar svo stór
hópur hjá þorra bœnda árlega, að algengt er að 1V2 lamb
sé á á að jafnaði, eða að nálægt 75% af ánum séu tví-
lembdar.
Þetta með grasvöxtinn er nú auðvitað frumskilyrði
þess að sláttur geti hafizt, en vorbeit hnekkir grasvexti
mjög mikið og enn eru þeir of margir, sem beita allt
túnið, en nokkrir eru þeir þó, sem hafa svo stór tún, að
þeir girða skákir af, sem óbeittar eru og þar hefst sláttur
fyrst.
Og hvað svo um heyskapinn? Með stækkandi túnum
og óhagstœðri heyskaparveðráttu er stöðugt hætta á,
að nokkuð verði ofsprottið þegar á reynir, og þó að
auðveldara sé að þurrka gróft hey en fínt ber líka þess
að minnast, að grófa heyið er einatt laklegt að fóður-
gildi, en það er ekki fyrirferðin heldur næringargildið,
sem gefur arðinn í bú bóndans.
Það má heita segin saga, að menn byrja of seint að
slá, bíða og bíða eftir meira grasi, en að áliðnu sumri
er jafnan torveldara um heyþurrk en snemmsumars. Og
hitt er staðreynd, að alltof fáir sinna votheysverkun.
Annars er það heillaráð að slá snemma og verka fyrri
sláttar töðu i votheyshlöðu, en á snemmslegnu túni er
þó alltaf öruggt með endurvöxt og annan slátt. Afrakstur
af síðasta áfanga heyanna má líka verka í vothey, en
votheysgerð er örugg til árangurs þegar maurasýra er
notuð. Það er rétt eins og þegar slátrið var geymt í
mjólkursýru forðum.
Nýtízku heyvinnuvélar gera störfin við heyannir að
leik einum á vorum dögum, en veðurfarið ræður enn
mestu um verkunina og árangur hennar. Hvenær verð-
um við öruggir um fóðurverkunina hvernig sem árar
um heyannir? G.
F R E Y R
361