Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1973, Blaðsíða 6

Freyr - 01.08.1973, Blaðsíða 6
„Lögmál vistfræðinnar segja, að allt leiti jafn- vægis í náttúrunnar ríki“. að sér tækni og nútíma vinnubrögð, stefnir nú til óhagrœðis á ýmsum sviðum. Þróun sem í upphafi var forsenda bættra kjara og aukinnar velsældar, er nú greinilega farin að bitna á þegnunum, a. m. k. veru- legum hluta þeirra. Það er orðið almennt viðurkennt að sporna verði við því að hún haldi áfram að hafa sinn gang. Við stefnum nú hraðfara í átt til borg- ríkis — en ættum að geta séð að okkur áður en við náum öfgunum á þann veginn og þurfum á örvæntingarfullan hátt að fara að dreifa öllu aftur. Til þess að sjá að okkur, verðum við að gera okkur grein fyrir þeim lögmálum sem hér eru að verki. Lögmál vistfrœðinnar segja, að allt leiti jafnvægis í náttúrunnar ríki. Þetta getur að vissu marki átt við um byggðaþróun. Fólk er fyrir löngu farið að flýja stór- borgir, þau samfélagslegu afskræmi sem þær eru. Ég er viss um að óskabyggð framtíðar- innar verður ekki stórborgin, þar sem byggja þarf margfalt kerfi vega, bæði und- ir og yfir hinu venjulega yfirborði jarðar til þess að skapa viðunandi samgöngur. — Þar sem byggja þarf á tveimur stöðum, upp í loftið eða niðri í jörðinni, stæði fyrir einkabílinn. Þar sem fólk þarf að ferðast til og frá vinnu sinni meira en klukku- tíma á dag, og býr við samgönguerfiðleika, sem líkja mætti við erfiða beitarhúsagöngu í ófærð eins og gerðist á öldinni sem leið. Einnig er þetta þrátt fyrir hina ímynduðu nálægð við hin ímynduðu gæði, sem fylgja eiga stórborgarlífinu. Góðar samgöngur verða alltaf forsenda velferðar samfélags. En þær nást ekki með samþjöppun fólksins, heldur vel skipu- lögðu samgöngukerfi um byggðirnar. í stórborgunum er samþjöppunin löngu orðin meiri en svo, að auðvelt sé að skipu- leggja þau með viðráðanlegum kostnaði. Ótal margt fleira mælir á móti stór- borgarbyggðinni. Hún á örugglega ekki við innsta eðli mannsins. Hann er vissu- lega félagsvera, en hann er ekki múgdýr, vera, sem þrífst í ofþröng eða milljóna- torfum, eins og t. d. maurarnir. Hafa ekki félags- og afbrotafræðingar komizt að raun um það, að glæpahneigð og allskyns félagsleg ónáttúra eykst og magnast í stórhverfum, þar sem íbúðum er raðað saman eins og hólfum í býkúpu, sem gerð er úr asfalti og steinsteypu. Þörf þétibýlisfólksins fyrir það, sem kallað er að njóta náttúrunnar, er nú al- mennt viðurkennd eins og ein af frum- þörfum, svipað og þörf fyrir mat og drykk. Fólk þarf að njóta útilífs, fá afþreyingu 364 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.