Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1973, Síða 8

Freyr - 01.08.1973, Síða 8
erlendum kennisetningum eða reiknings- dæmum um hagkvæmni hinna stóru ein- inga, væri niðurstaða dæmisins ein og ein- föld. Við erum allt of fáir til að vera sjálf- stæð þjóð. En við erum það samt og við gerum hér margt, sem reikningslega ætti að vera ómögulegt. Nú, á síðari árum, hefur farið vakning- aralda um allan hinn iðnvædda heim. Menn spyrja nú: Hvar stöndum við? — Hvert stefnum við? Eftir hverju erum við að sækjast? Menn greinir raunar ekki lengur á um það, að nú þurfi að spyrna við fótum og endurskoða allt okkar gildis- mat — annars blasi við mannkyninu sjálf- virk eyðing lífsgæða og lífsmöguleika. Sumir eru svartsýnir og tala um óum- flýjanlegan dómsdag — aðrir segja, að með því að sjá vandann, getum við breytt stefn- unni og siglt hjá honum. Ég er ekki í neinum vafa um, að sú bjartsýni á rétt á sér. * * * íslenzkum umhverfismálum er raunar ekki ólíkt farið. Byggðamálin eru einn mikilvægasti þátt- ur þeirra. Hvernig viljum við haga sam- búðinni við landið þannig, að þjóðin í heild verði sem farsælust. Það verður hvorki með því að stefna til algers dreifbýlis né algers borgríkis, heldur með jafnbyggðastefnu. Með því að byggða- keðjan verði heil og sem jöfnust í kringum landið, auðvitað misþétt eftir aðstæðum. í framtíðinni munu hverfa þau mörk á milli sveita — þorpa, bæja og borgar, sem nú eru. — Samgöngur munu stórbatna og öll fjarskipti stóraukast og eyða fjarlægð- um. Þá munu af þeim sökum hverfa öll útnes og afdalir, sem nú er talað um. — Ekki vegna þess, að þar verði ekki búið, heldur munu þeir staðir kannske þykja hvað eftirsóttastir. Ef við erum framsýnir nú munum við stytta okkur leið í þróun- inni og taka strax upp slíka jafnbyggða- stefnu. 366 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.