Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1973, Side 11

Freyr - 01.08.1973, Side 11
Þroskastig grasa vii slátt; dagar eftir að það skríður, ef gert er ráð fyrir að þurrkun á velli taki allt að 5 dögum að meðaltali. Ályktanir og lokaorð Hér hefur verið greint frá breytingum á meltanleika í þurrheyi, og raktar tvær á- stæður fyrir þeim. Einungis er miðað við vallarfoxgras, og ber að hafa það í huga við mat á niðurstöðunum. Það hefur komið glögglega fram, að auk dagafjöldans, sem heyið liggur á velli, ræður sláttutíminn miklu um, hvert fóðurgildi heysins verður við hirðingu. Það er því ekki eingöngu veðrið á þurrkunarskeiði, sem ræður fóð- urgildi þurrheysins. Bóndinn getur sjálfur ákvarðað það að miklu leyti með því, hvenær hann slær grasið. Niðurstöðurnar benda til þess, að bóndi geti metið fóðurgildi heyja sinna (af vall- arfoxgrastúnunum) með töluverðri ná- kvæmni, ef hann skráir hvenær grösin skriðu, hvenær hann sló, og hve langan tíma þurrkunin á velli tók. Að sjálfsögðu þarf einnig að reikna með breytingum, sem verða á heyinu við þurrkun og geymslu í hlöðu. Þær eru þó sjaldan mikl- ar, ef súgþurrkun er í viðunandi lagi, og hitinn í heystæðunni nær ekki 45—50°C. Að öllum líkindum má einnig reikna með, að áburður og næringarástand jarðvegs hafi einnig einhver áhrif á fóðurgildi heys- ins. Heimildir 1. BREIREM, K. og HOMB. T., 1970: Formidler og forkonservering. Forlag: Buskap og avdrátt, Gjövik, 459 bls. 2. HÖJLAND FREDRIKSEN, J., 1972: In vitro for- dpj eligheden af organisk stof i græsmarksaf- grpder. Ugeskr. agronomer 1:20 : 404 — 409. 3. Bjarni GUÐMUNDSSON, 1973: Óbirt handrit. 4. Persónulegar upplýsingar frá ýmsum bændum og bústjórum. 5. Páll ZÓPHONÍASSON, 1956: Skýrsla búnaðar- málastjóra árið 1955 til Búnaðarþings 1956. Bún- aðarrit 69: 23—64. F R E Y R 369

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.