Freyr - 01.08.1973, Síða 12
Ilundasleðaakstur í Austur-Grænlandi (Scorebysund).
QRÆNLAND
Gpanninn f vestri
Um það þýðir ekki að deila, Grænland er það
land, sem næst er íslandi, en skyldleiki milli
Grænlendinga og íslendinga er miklu minni en
milli okkar og annarra þjóða, Hinsvegar er það
svo, að til eru þeir einstaklingar í okkar hópi,
sem eiga að nokkru ættir að rekja til Grænlands
og Iíklega fer þeim fjölgandi því að hér eru nú
að minnsta kosti tvær ungar konur grænlenzkar
og giftar íslendingum.
Sé fólkið ekki skylt eða líkt má þó segja, að
landshættir og lífsskilyrði séu ekki ólík, að
minnsta kosti á sumum svæðum.
Veiðiskapur er að vísu svo að segja eini at-
vinnuvegur Grænlendinga, er húa á ströndinni að
austan, en fjölhreytni í afkomuskilyrðum er orðin
veruleg á vesturströndinni. Þar eru hæði iðnaður,
iandhúnaður og verzlun ásamt siglingum, veru-
Iegar atvinnugreinar síðustu árin.
Hingað til lands kom í fyrra hópur Grænlend-
inga, sem hýr á því landssvæði, sem nefnt er
Eystri byggð, en það er svæðið, sem Eiríkur rauði
og hans fólk nam á sínum tíma. Þar eru lífsaf-
komuskilyrðin f jölbreyttust, og svo í Godtháb, sein
er miðstöð stjórnarfars og embættisfærzlu lands-
ins, eins konar höfuðhorg.
Umræddur 40 manna hópur stanzaði hér nokkra
daga og skoðaði ýmsar stofnanir og fyrirtæki, sem
máske kynnu að verða fyrirmynd til fleiri athafna
þar í landi og sniða mætti við hæfi eftir fyrir-
myndum hér.
370
F R E Y R