Freyr - 01.08.1973, Side 16
arkennt, en það er votheysverkunin. Henni
hefur fleygt fram svo engin dæmi eru til
hliðstæð. Við gerum vothey af 70—90% af
grasi sumarsins og verkum það til vetrar-
fóðurs, og sumir fóðra eingöngu með vot-
heyi og kraftfóðri. Árangurinn af verkun-
inni er með ágætum síðan notkun maura-
sýru varð almenn. Þetta hefur sín áhrif í
sambandi við framleiðslu búsafurðanna.
Kjötframleiðslan
Hvað snertir kjötið er viðhorfið annað.
Nautgripakjötsframleiðslan hefur verið
talsverð og er heldur vaxandi, en öðru máli
gegnir um kindakjötið, þar er minnkandi
framleiðsla. Spurningunni um hvernig á
því standi er svarað með því að tjá, að í
fyrsta lagi eru rándýr á þessu svæði, sem
höggva veruleg skörð í stofninn um beit-
artímann, en nauðsynlegt er að nota víð-
ernin til beitar eins og hægt er.
Að öllu samanlögðu er það þó svo, að
samdrátturinn stafar af of lágu verði á
kindakjötinu. Bændurnir fá svo sem 10—
12 norskar krónur fyrir hvert kg, misjafnt
eftir flokkum, en raunar þyrftu þeir að fá
um 15 kr fyrir hvert kg ef afkoman ætti
að vera til jafns við það, er fæst fyrir
mjólkina. Okkur vantar því kindakjöt og
og sama er að segja um svínakjöt, það er
ekki framleitt í nægilegum mæli svo að
fullnægi eftirspurn. Á síðari árum hefur
holdafuglakjöt komið á markað í nokkrum
mæli, en segja má að kjötmagn til neyzlu
sé við lágmark. Hinsvegar er umtalsverð
fiskneyzla í þessum landshluta, eins og
eðlilegt er, því að úti fyrir eru góð fiskimið
og þau sótt af kappi.
Laxinn
Já, laxinn! Hann er nú mál málanna hjá
okkur eins og raunar víða í Noregi. Þar
fer alda um landið og allir hyggja nú og
horfa til mikillar framtíðar á því sviði. í
ánum okkar fer laxgengd minnkandi enda
þótt stórfé sé varið til þess að efla lax-
ræktun og laxgengd. Laxastigar eru gerðir
og kynbætur og tilraunafóðrun er hafin
til að efla þessa grein. Líklegt og eðlilegt
má telja, að laxveiðin í sjó, utan fiskveiði-
markanna, eigi sinn þátt í minnkandi lax-
gengd, en þar veiða skip annarra þjóða
lax í miklum mæli. Hið nýjasta á þessu
sviði er fengin reynsla með laxeldi í sjó.
Þar er hreint kapphlaup á ferðinni. Allir
hyggja að grípa mikinn feng og vonandi
er þar nýr og álitlegur atvinnuvegur á
ferðinni. Og þar er og verður kapphlaup
svo um munar. Félagsleg viðleitni miðar
að því, að tryggja landeigendum, bændun-
um, sinn hlut af ræktuninni og gera þessa
búgrein að sem sterkustum þætti. Viðleitni
í kynbótum og tilraunafóðrun við Búnað-
arháskóla Noregs er ætlað að hjálpa til.
En við annað er að etja, það eru stórfyrir-
tækin. Nefna mætti ýmsa mjög fjársterka
aðilja, sem þar eru komnir af stað, svo
sem Norsk Hydro, Martens fóðurvöruverzl-
un, og togaraútgerðarfélag eitt, sem þegar
hefur ákveðið að nota 17 milljónir norskra
króna (þ. e. meira en 260 millj. ísl. kr.)
til starfsemi á þessu sviði.
Hvernig fer um samkeppni í þessum
efnum er alveg óséð, en þeir eru margir,
sem ætla sér að nota hvern vog og hvern
fjörð til þess að koma upp kvíum og ala
þar lax. Og þetta má svo sem verða til
þjóðhagslegs gagns, enda þótt verð á laxi
máske lækki eitthvað frá því, sem nú er,
en það er geysi hátt. Viðleitni er í gangi,
og hún umfangsmikil, til þess að skapa
sem flestum bændum aðstöðu til að stunda
laxræktun sem atvinnugrein. Til þess þarf
þó meira fjármagn í upphafi en bændur
yfirleitt hafa ráð á.
Bændur og búseta
Þegar spurt er um bújarðir og bænda-
fjölda á umræddu svæði Norður-Noregs,
sem hópurinn kom frá, upplýsa þeir fé-
lagar, að þar sé mjög mikið fráfall. Á ár-
unum í kring um 1960 voru á þessu svæði
um 24.000 bændur, en nú eru þeir ekki
nema í kring um 10.000. Það er sama sagan
374
F R E Y R