Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1973, Blaðsíða 24

Freyr - 01.08.1973, Blaðsíða 24
 EINAR Þ. ÁSGEIRSSON: Hreyfanlegt votheys~ hlöduþak í fyrsta hefti FREYS 1973 var lauslega fjallað um hreyfanleg tjaldþök yfir vot- heyshlöður. Var þá meðal annars minntzt á það, að hér á landi séu til hreyfanleg þök og þykir rétt að fjalla nokkuð nánar um þau nú. Ekki er mér kunnugt um fleiri en tvö þök af þessari gerð hérlendis enn. Er annað þeirra á Hrafnkelsstöðum í Hrunamanna- hrepp en hitt mun vera á Dufþaksholti í Hvolhreppi. Hér verður aðeins fjallað um það fyrr- nefnda, þar sem mér hefur ekki enn gefist tækifæri á því að skoða hið síðarnefnda, en mun reyna að greina frá því á líkan hátt seinna. Tilefnið til þess að áhugi minn vaknaði á umræddum þökum, var sá, að sumarið 1972 kom hingað þjóðverjinn Dieter Blumel, einn af ritstjórum við útgáfudeild í Rannsóknastofnun léttbygginga, við há- skóla Stuttgart í Vestur-Þýzkalandi. Sem gömlum samstarfsmanni hans var mér kunnugt um, að hann ásamt öðrum var að vinna að bók um hreyfanleg þök og fékk ég hann því til þess að koma hér við á leið sinni til New York, ef vera kynni, að hér leyndist efni í bók hans. í þessari snöggu heimsókn hans gafst okkur tækifæri á að skoða þakið á Hrafn- kelsstöðum. Nýlega hefur mér svo borizt umrædd bók í hendur og er þar birtur árangur ferðarinnar að Hrafnkelsstöðum meðal annars. En í heild fjallar bókin um 127 hreyfanleg þök í ýmsum löndum. Bókin greinir frá sögu hreyfanlegra þaka, sem nær yfir meira en tvö þúsund ár. Hún er á ensku og þýzku, 400 síður, með aragrúa ljósmynda og teikninga og í alla staði vel úr garði gerð. Bókin er hugsuð sem heim- ildarrit yfir þessa gerð þaka fyrir alþjóða- markað, enda hefur henni verið dreift víða, m. a. mikið magn til Japan. Þetta er bók í svokölluðum IL-bóka- flokki, IL-5, en aðrar bækur í þessum flokki er t. d. Hönnunartilraunir við lág- marksefnis-net (minimal-net), Borg undir þaki á heimskautasvæði, Burðarkerfi nátt- úrunnar og byggingar mannsins, og Skuggaþök á eyðimerkursvæðum. Um votheyshlöðuþakið á Hrafnkelsstöð- um er fjallað í kafla um þök úr föstum efnum. Þar er getið um staðsetningu þess og hönnuð, Svein Sveinsson, bónda á Hrafnkelsstöðum. Um stærð og gerð þaks- ins segir m. a.: „Þakið hvílir á sjö sperrum og undir hverri sperru er kúluleguhjól. 382 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.