Freyr - 01.08.1973, Síða 25
ALIFUGLUM
líður betur
en nokkru sinni áður
Það er engum vafa bundið, að alifuglum
líður betur í þjónustu mannanna nú en
áður gerðist, það sýna afurðirnar, sem þeir
skila, þær eru bæði miklu meiri og engu
lakari og oft betri en fyrrum.
Það er hreinasta firra þegar fólk segir
að fuglarnir séu píndir og beittir illri með-
ferð. Áður vissu menn ekkert um þýðingu
hinna ýmsu snefilefna og þá var algengt,
að fuglarnir voru vesælir og veikir tímum
saman, voru lengi að dragast upp unz þeir
drápust að lokum.
í þá daga gengu fuglar á gólfum og fengu
í sig allskonar innyflaorma og iðrakvilla.
Nú ganga flestir í búrum eða á netum og
Þakinu er rennt af grunninum eftir sam-
síða teinum og má renna því af með hand-
afli eða dráttarvél. Þakið er opnað þegar
vothey er sett í hlöðuna, en ofan á töðunni
er ekið með dráttarvél til að þjappa því
saman. Losað er úr hlöðunni í gegn um
rauf í grunnvegginn.“
Aðalkosturinn við þetta þak er sá, að
fylla má hlöðuna eins hátt og útveggir
leyfa og ekki þarf að taka tillit til hæðar
dráttarvélar við gerð þaksins. Við þetta
sparast um það bil 600 rúmmetrar á þessari
stærð byggingarinnar og er það ekki svo
lítið þegar þess er gætt, að hlaðan tekur
um 1000 rúmmetra af þjöppuðu votheyi.
Raunar hefði mátt hafa minni halla á
hlöðuþakinu en hér var valinn (30°), þar
sem ekki er unnt að nýta þakrýmið hvort
eð er vegna togbandanna, sem loka þrí-
hyrningi sperranna.
Þess er rétt að geta, að þakið er fest með
boltum milli þess, sem það er hreyft og er
reyndar ekki ráðlegt að hreyfa þakið í
roki. Vindátak á þessari stærð þaks getur
í versta tilfelli orðið u. þ. b. 45 tonn, en
miðað við þau veður, sem hér geta skollið
á, er reiknað með 150 kg vindsog á hvern
fermetra þaks. Boltarnir varna þakinu því
að renna en vörn við sjálfum lyftikraftin-
um eru járnsnið. Annað þeirra er fest við
steyptan vegginn en á hitt eru sperrurnar
soðnar. Sniðjárnin eru einnig hluti renni-
brautar þaksins.
F R E Y R
383