Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1973, Side 38

Freyr - 01.08.1973, Side 38
KORNVÖRUSKORTUR TJm langt árabil hefur ekki veriS svo mikil þurrð á kornvöru í heiminum og: nú gerist. Veldur þar um mestu uppskerubrestur á stórum svæðum heimsins á síðasta ári. Rússar keyptu kornvöru í Bandaríkjum Ameríku, sem nam um 20 milljónum lesta á síðasta ári, og til Austurálfu fór einnig mikið magn. Þurru þar með hinar miklu birgðir, sem árum saman hafa safnast og nú er bændum vestan hafs ekki greitt lengur fyrir að láta akra standa ósána. Árangurinn af öllu þessu er og verður eðlilega, að kornvara hækkar mjög í verði og höfum við þegar orðið hans varir. í grannlöndum okkar hefur korn yfir- Ieitt hækkað um nálægt 60% í verði frá síðasta sumri. A Efnahagsbandalagssvæði Evrópu (í 6 löndum) var uppskera korns í fyrra 79,7 milljónir tonn en 77,1 milljón árið 1971. Nú eru 9 lönd í Efnahagsbandalaginu og korn- framleiðsla þeirra í fyrra nam 104,3 milljónum tonna en var á sama svæði 100,6 milljónir tonn árið áður. Þetta sýnist víst stór kornhaugur, en þrátt fyrir það er flutt inn á sama svæði verulegt magn kornvöru frá öðrum heimsálfum árlega, en kornvöruverð er raunar ákveðið innan bandalags- ins. í NORÐUR-NOREGI eru rándýr og ránfuglar slæmir óvinir sauðfjár- eigenda, því að gaupa, refur og örn hafa það til að drepa lömbin og stærri rándýrin ráðast á full- orðnar kindur þegar færi gefast. Þar er ‘björninn líka á sveimi, en í Noregi er hann friðaður þar eð við Iá um skeið að honum væri útrýmt. Þá var úlfurinn slæmur vágestur í fjárhjörð fyrr á tím- um, en hans hefur lítt orðið vart síðari árin, en nú hafa Finnar, Svíar og Rússar friðað hann, í bili að minnsta kosti svo að hann hverfi ekki með öllu, og þá telja Norðmenn hættu á að hann komi inn í Noreg að austan og geti orðið vargur í véum eins og fyrrum. „Fjáreigandinn hefur engan áhuga á að skapa rándýrafæðu". Um það voru allir sam- mála á aðalfundum fjárræktarfélaganna í vor, cn ríkið greiðir ekki skaðabætur fyrir fjártap í hög- um nema þegar sannað verður, að það hafi verið hinn friðaði björn, sem tapi olli í sauðfjárhjörðinni. í sambandi við vanhöld á sauðfjárbúi var á sömu fundum slegið föstu, að þegar vanhöld hvers árs nema meiru en 5% þá sé óarðbært að stunda sauðfjárrækt. Sauðfé hefur fækkað í Noregi um 22% á árabilinu 1966—1972. Fyrrgreinda árið voru á fóðrum 2.100.000 fjár en í fyrra aðeins 1.600.000. Þessvegna er gert ráð fyrir að Norðmenn flytji inn 1500 lestir af kindakjöti í ár. BUSATIS BMT 1650 SLÁTTUÞYRLA Busatis BMT 1650 sláttuþyrlan er smíðuð á grundvelli margra ára reynslu og tilrauna. Þess vegna eru einkenni B XJ S A TI S góð ending og mikil afköst, en það eru líka þær kröfur, sem fyrst og fremst eru gerðar til slíkra véla. BTJSATIS sláttuþyrlan tengist öllum drátt- arvélum, sem hafa venjulegt vökvaknúið þrítengibeizli. Vélin er Iéttbyggð, þægileg í tengingu og auðveld í flutningi, því hún stendur þá beint aftur af dráttarvélinni. Á hvorri sláttuskífu eru 3 hnífar. Mjög auð- velt er að skipta um hnífa, aðeins eitt handtak með vogarjárni. Vinnslubreiddin er mikil, 1,65 m. Núningsfletir sláttuskíf- anna við jörð eru á legum. Það gerir vélina léttari í öllum snúningum og fer betur með jarðveginn. Driföxull er sterkbyggður, með fræstum kúluleguhjólum og ásum. Hlífar hindra grjótflug og múgfjöl, sem stilla má að vild, myndar góða múga og heldur vel hreinu milli þeirra. Sláttufjarlægð er breytanleg með yfirtengi dráttarvélar. Ör- yggislás er stillanlegur. Auðvelt er að breyta stöðu vélarinnar milli fiutningsstöðu og vinnslustöðu. Dagleg umhirða er fljót- leg og viðhaldskostnaður lítill. Aukahlífar og vogarjárn fylgja vélinni. BXJSATIS BMT 1650 sláttuþyrlur eru fyrir- liggjandi á lager til afgreiðslu strax. Leitið uppiýsinga um verð og greiðsluskilmála hjá Dráttarvélum hf., Suðurlandsbraut 32, Rvk. Sími 86500. SJÁ FORSÍÐTJ 396 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.