Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1986, Page 7

Freyr - 15.04.1986, Page 7
Vaxtarbroddur í íslenskum landbúnaði í þessu blaði Freys eru viðtöl við loðdýra- bændur og fleiri menn tengda þeirri atvinnu- grein. Er þar rakin í stuttu máli endurreisn loðdýraræktar hér á landi síðasta hálfan ann- an áratug og rætt um stöðu þessarar búgreinar núna frá ýmsum sjónarhornum. Fess skal getið að öll þessi viðtöl voru tekin áður en vitað var um verðfall á loðdýraskinnum í febrúar og mars sl. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika er loðdýrarækt þó ein þeirra nýgreina í íslensku atvinnulífi sem dafnað hefur hvað best á undanförnum árum. Hún hefur þegar unnið sér sess í atvinnulífi nokkurra byggðarlaga, einkum þar sem fóðurstöðvar eru í nágrenninu. Á árinu sem leið voru veitt 170 ný leyfi til loðdýraræktar í landinu, en aðeins 60 leyfis- hafar hófu rekstur. Búast má við að loðdýra- bændum fjölgi enn á þessu ári. Líklegt er að menn bregðist þannig við nú þegar verð á skinnum og lífdýrum er í lágmarki að auka stofninn og hefja loðdýrarækt, því að nú er stofnkostnaður tiltölulega lægri en áður. Loð- dýrabændur munu nú vera eitthvað innan við 5% bænda á landinu. Verðfallið á loðskinnum einkum refa- skinnum kemur illa við loðdýrabændur, og einkum þá sem nýlega hafa lagt út í mikinn kostnað. Hér þurfa hlutaðeigandi lánastofn- anir að koma til móts við þessa menn með einhverjum hætti og greiða úr vandræðum þeirra, t.d. með breytingum eða frestun á afborgunum. Þessi verðlækkun á skinnum er í samræmi við þekktar verðsveiflur á loðskinnamarkaðn- um, en loðskinn hafa verið í háu verði um skeið. Fallandi gengi á dollar að undanförnu veldur því að lækkun á skinnaverði verður tilfinnanlegri í íslenskum krónum. Skinn lækkuðu um 8 — 10 % í verði umfram doll- aralækkun, aðallega vegna aukins framboðs. Verð á minkaskinnum hefur haldist stöðugra en á refaskinnum, en þó lækkaði það einnig. Reyndir loðdýrabændur telja hyggilegt að búa bæði með ref og mink vegna þess að minkaskinn er stöðugri í verði á markaðnum og þau taka af þyngstu verðsveiflurnar á refaskinnunum. Verðsveiflur á þessum tveim- ur skinnategundum ber að jafnaði upp á mismunandi tíma. Stjórnvöld gera sér nú grein fyrir gildi loðdýraræktar og hafa sýnt það í verki með ýmsu móti. Byggðastofnun er nú að endur- meta eldri áætlanir um hvernig byggja skuli upp loðdýraræktina. Á síðastliðnu ári var jarðræktarlögum breytt þannig, að nú eru veitt framlög til bygginga loðdýrahúsa sem nema allt að 30 % af kostnaðarverði þeirra miðað við allt að 600 m2 flatarmál. Nú fást einnig hagstæð lán til að stofna loðdýrabú og kaupa bústofn. Söluskattur hefur verið af- numinn af ýmsum vörum til nýrra atvinnu- greina, þar á meðal til loðdýraræktar. Það léttir mönnum róðurinn í byrjun. Þess er að geta að brautryðjendurnir, sem stofnuðu fyrstu loðdýrabúin nutu ekki þessar- ar fyrirgreiðslu. Það er vond mismunum. Loðdýrarækt er á námsskrá beggja bænda- skólanna, á Hólum og Hvanneyri. Þar er nú að verða myndarleg aðstaða til kennslu í loð- dýrarækt og verður hún einnig nýtt til hag- nýtra rannsókna fyrir þessa búgrein. Fóð- urstöðvar eru lífsnauðsynlegar fyrir loðdýra- búin. Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur lagt þeim lið og á síðastliðnu ári hækkaði sjóðurinn framlag til þess að kaupa vélar og tæki til fóðurstöðvanna. Samband íslenskra loðdýraræktenda eru orðin vel skipulögð og sterk samtök. Þau halda uppi fræðslustarfi fyrir loðdýrabændur, koma framleiðslu þeirra í verð og veita þeim ýmsa aðra fyrirgreiðslu. Ráðunautar búnað- arsambandanna leiðbeina einnig í vaxandi mæli um loðdýrarækt. Mikil áhersla er lögð á kynbætur í loðdýra- Frh. á bls. 301. Freyr 287

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.