Freyr

Årgang

Freyr - 15.04.1986, Side 8

Freyr - 15.04.1986, Side 8
Með silfurrefi og sauðfé Rætt við feðgana á Hofi í Vatnsdal. I|®i| Á hinu gamla höfuðbóli á Hofi í Vatnsdal búa hjónin Gísli Pálsson og Vigdís Ágústsdóttir félagsbúi með Jóni syni sínum. Þau búa með sauðfé og silfurrefi. Silfurrefirnir hafa verið í sóttkví þar á Hofi síðan þeir voru fluttir hingað til lands fyrir tveimur árum. Feðgarnir á Hofi eru báðir miklir áhugamenn um loðdýrarækt. Fréttamaður Freys kom að Hofi og spjallaði við þá um loðdýra- rækt og fleira. Eina silfurrefabúið Fyrst hitti ég Jón að máli og spurði hann hve marga refi hann hefði á búinu. 288 Freyr Það eru 94 læður, fullorðnar og 45 högnar. Við erum með silfur- refi og platínurefi sem er afbrigði af silfurref. Við höfum þrjá platínuhögna og fimm platínulæð- ur, hitt eru allt silfurrefir. í ár komust upp 229 hvolpar 2,44 á ásetta læðu. Hvenær byrjuðuð þið á loð- dýrarækt? í desember 1983. Þið notið gömul fjárhús, en haf- ið þið líka reist refaskála? Já við byggðum fyrst 440 m2 hús við hliðina á fjárhúsi sem er 240 fermetrar. Fyrra árið var nýi skálinn notaður einn, en í fyrra vetur notaði ég líka fjárhúsið fyrr- verandi.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.