Freyr - 15.04.1986, Síða 12
Loðdýrarækt styrkir byggðina
Hún auðveldar kynslóðaskipti á jörðum
Gísli Pálsson, bóndi á Hofi í Vatnsdal er áhugasamur um loðdýrarœkt. Hann segir að
það auðveldi kynslóðaskipti að vera með tvœr búgreinar. Tíðindamaður Freys átti tal
við Gísla um loðdýrabúskap og fleira.
Gísli, nú er Vatnsdalur talinn
einn af góðsveitum þessa lands
og hefðbundinn búskapur stend-
ur þar föstum fótum. Þá vaknar
spurningin hvers vegna þú,
bóndi á gömlu höfuðbóli ferð út í
loðdýrarækt.
„Já þetta er eðlileg spurning, því
við höfum verið með gott fjárbú í
20 ár, en vorum áður með blandað
bú, ástæðurnar fyrir þessu eru
einkum þrjár:
Það auðveldar kynslóðaskipti
að vera með tvær búgreinar og þá
komu loðdýrin til greina og í öðru
lagi hefur Jón sonur minn mikinn
áhuga fyrir loðdýrarækt og sjálfur
hef ég áhuga á henni. í þriðja lagi
er offramleiðsla á kindakjöti og
útlit er ekki bjart í sauðfjárrækt."
Afréttarlönd ofnýtt.
„Það er staðreynd að við erum
búnir að ofnýta afréttarlönd hér
yfir lengri tíma og það verður
sífellt dýrara að framleiða kinda-
kjöt.
Úr því ég er farinn að tala um
landþrengsli“ segir Gísli, „vil ég
geta þess að í þeim efnum verða
mikil umskipti hér á 7. áratugn-
um. Fénu fjölgaði, kúabúum
fækkaði. Og annað, sem hafði
einnig veruleg áhrif: Við hættum
að rýja á vorin, rúðum á veturna
og það varð mikil ásókn í það að
reka fyrr á heiði heldur en gert var
áður. Við áttuðum okkur ekki á
því hvað við vorum að gera og ég
var sjálfsagt ekkert betri en aðrir.
Við vorum farnir að reka á heiði
fyrir miðjan júní sem þýddi það að
féð tók nýgræðinginn um leið og
hann kom. Þetta hafði veruleg
áhrif og nokkrir bændur sáu fram
á það á ofanverðum sjöunda ára-
tugnum á verstu kalárunum að
þetta gat ekki gengið svona
lengur. Og það voru mjög hávær-
ar raddir um það meðal sveitar-
stjórnarmanna hér í Áshreppi að
takmarka tímann og takmarka
beit hrossa. í fyrsta íagi að reka
seinna heldur en við höfum gert
og það yrði bara bundið við vissa
daga. í örðu lagi að hrossum yrði
fækkað mjög í afrétt og beitartími
þeirra á heiðinni styttur og stefnt
að því að hætta að beita þeim á
afrétt og taka fé frá afréttargirð-
ingum eftir 20. ágúst. Þrátt fyrir
þessa viðleitni sveitarstjórnar-
manna hér fékkst þetta ekki þá,
en nokkuð hefir miðað í rétta átt,
hin síðari ár. Nú er búið að ákveða
ítölu, sem er okkur ákaflega erfið,
það hefði verið betra fyrir okkur
að takmarka sjálfir tímann.
Þetta ástand er ein af ástæðun-
um fyrir því að við förum út í
loðdýrarækt, að við sjáum fram á
að þessi búgrein, sauðfjárræktin,
á mjög erfitt uppdráttar hér.
Hér á árum áður var Gríms-
tunguheiði talin besta heiðin hér á
svæðinu. Hún er þurrlend og við-
kvæm fyrir ofbeit. Nú er hún talin
lélegt afréttarland.
Svo er það offramleiðslan á
kindakjöti. Við erum búin að
berjast við hana lengi. Á síðustu
árum hefur stöðugt verið verri og
verri útkoma og í raun og veru
held ég að flest sauðfjárbú hér,
miðað við þær ástæður sem ég hef
verið að telja fram og aðrar fleiri,
séu rekin með tapi.“
Kvóti sé ákveðinn eftir því hvað
jarðir bera.
„Ég er þeirrar skoðunar að það
verði að skipuleggja þessi mál
mikiu meira en gert hefur verið.
Það er verið að setja kvóta á
Hof íVatnsdal. Handan ár eru Brúsastaðir og Snœringsstaðir. (Ljósm. Freyr, J. ]. D.).
292 Freyr