Freyr - 15.04.1986, Page 14
tel ég aö styrkur í þessa veru veröi
mönnum hvati tii að breyta til.“
Nú gildir þetta framlag til loð-
dýraræktar bara í tvö ár þ. e. 1985
og 1986.
„Já, með þessari nýju laga-
breytingu. En þá koma bara ný
viðhorf. Það á að sveigja lögin til
eftir þörfum hverju sinni en á það
hefur alveg skort í landbúnaðar-
málum. Eg er nú búinn að vera á
þrem búnaðarþingum og á hverju
þingi hefur verið samþykkt tillaga
um stuðning við loðdýrabyggingar
alveg á hliðstæðan hátt og við
aðrar, en þetta er það fyrsta sem
maður sér í þessa átt. Stjarfi í
kerfinu er kannski það erfiðasta í
landbúnaði.“
Vonir bundnar við nýja
blendinga í refarækt
„Ég tel að í refarækt séu miklir
framtíðarmöguleikar í nýjum af-
brigðum, nýjum blendingum. J>að
á að nota íslenska fjallarefinn,
blárefinn og svo silfurrefinn. Og
ég fagna mjög þeirri nýbreytni,
sem tekin hefur verið upp með því
að fanga íslenska fjallarefinn og
setja upp bú að Möðruvöllum í
Hörgárdal, þar sem þeir dr. Stef-
án Aðalsteinsson og dr. Páll Her-
steinsson stjórna kynblöndun og
kynbótum á refunt. Nú eru komn-
ir þangað á Möðruvelli um 120
íslenskir refir víðsvegar að af
landinu.
Nú eru hér til sextíu-sjötíu silf-
urrefahögnar sem nota má við að
sæða blárefalæður. Ég tel að við
eigum þarna þegar mikla mögu-
leika og að okkur beri að nýta þá
eins og hægt er. Á síðustu upp-
boðunt í Finnlandi var verðmunur
á skinnum á bláref og blásilfurref,
sem er afbrigði silfurrefs og blá-
refs þessi: Blárefaskinn seldust á
2 100 kr. að meðaltali, en skinn af
blá-silfurref á 4 000 kr.
Ef sjötíu högnar færu á sex-átta
sæðingarstöðvar á landinu og und-
an hverjum högna vægt reiknað
30—40 hvolpar, þá gæti þetta í
útflutningsverðmæti numið
nokkrum milljónum króna. Penn-
an möguleika eigunt við að nota
og það verður gert.
Á fundi loðdýraræktar (SÍL) á
Akureyri í sumar var skipuð
þriggja manna nefnd til þess að
setja upp sæðingarstöð til þess að
nýta sent best þá silfurrefi sem
hingað eru komnir. Nefndin nýtur
aðstoðar Eggerts Gunnarssonar,
dýralæknis og Þorsteins Ólafs-
sonar, dýralæknis, en sá fyrr-
nefndi fór utan í fyrra til þess að
læra sæðingar refa.
í þessari nefnd eru, auk mín
Ævarr Hjartarson og Jón Ragnar
Björnsson.
Það hefur verð rætt ntikið um
aukabúgreinar og að bjarga þurfi
dreifbýlinu. Loðdýraræktin getur
ekki ein sér bjargað dreifbýlinu en
hún getur átt drjúgan þátt í því að
viðhalda byggð. Henni eru þó tak-
mörk sett. Til dæmis er kjöt-
úrgangur, sem notaður er í loð-
dýrafóður, takmarkaður.
Ég hef engar tölur á reiðum
höndum um hvað væri eðlilegt að
fjölga loðdýrum hér í austursýsl-
unni mikið, ég held að það verði
að fara rólega í það, en álít þó að
loðdýrabúum hafi fjölgað hér of
hægt að undanförnu. Nú eru að-
eins sex loðdýrabú í héraðinu en
líklega væri hæfilegt að þau væru
fimmtán til tuttugu ef rniðað er við
fáanlegt hráefni á Blönduósi og
Skagaströnd handa loðdýrum,“
sagði Gísli að lokum.
J. J. D.
*•
Molar
Lyf í fóðrí.
Svo sem flestum mun kunnugt
hafa um áraraðir verið í gildi lög
hér í landi, er kveða á um að
óheimilt sé að selja fóðurvörur,
sem blandaðar eru lyfjum. Senni-
lega eru íslendingar fyrsta þjóðin,
sem beitir lagavernd á þessu sviði,
en Svíar munu fylgja á eftir um
næstu áramót.
Suður um Evrópu þekkjast ekki
hliðstæðar ráðstafanir og þar geta
bændur sjálfir útvegað sér lyf til
að blanda í fóður. Orð fer af því
að danskir bændur leiti þangað
eftir efnum til íblöndunar, en þar í
landi er lyfjanotkun annars háð
ákvörðunum dýralækna hverju
sinni svo að ekki mengist útflutn-
ingsvörur sem fara til neyslu með-
al þjóða, sem hafa strangt eftirlit
með lyfjaleifum í matvöru. Danir
yfirvega nú að beita háum sektum
ef slíkar leifar finnast í svínakjöti,
því að markaður fyrir þá vöru í
Bandaríkjunum er í hættu ef lyfja-
leifar finnast í kjötinu.
294 Freyr