Freyr - 15.04.1986, Page 16
fljótlega heimiluð á ný og þá á
breiðum grundvelli. Minkarækt
var svo heimiluð með lögum frá
Alþingi í lok ársins 1969. Hins
vegar voru ýmis ákvæði í þeim
sem voru þannig að loðdýrarækt
gat hvorki orðið aðalbúgrein né
aukabúgrein hjá bændum. Til
dæmis voru sett ákvæði um lág-
marksstærð bús en ekki hámarks-
stærð. Minnsta bú mátti vera 250
minkalæður og það var kostnaðar-
samt að koma slíku búi upp. Þá
var líka í lögununt ákvæði um að
ekki mætti reisa búið nær byggðu
býli, sem kallað var, en þúsund
metra. Af slíku ákvæði var óhag-
ræði. Og það var margt annað.
Það voru reglur um vörslugirðing-
ar um loðdýrabú sem voru þannig
að þær kostuðu kannski þriðjung
af allri byggingunni. Netgirðingar
þurfti t.d. að ná einn metra ofan í
jörðina.
Hins vera reyndust þessar girð-
ingar fyrir norðan algerar snjó-
gildrur, þannig að þó að hvergi
væri snjór á flatlendi þá fennti
fljótt að girðingunum og snjórinn
lagðist alveg að húsunum. Ýmis-
legt annað gerði það að verkum
að það var ekki fýsilegt fyrir
bændur að fara úr í loðdýrarækt.
En hvað um það, áhugamenn
Sölusamtök norrænna loðdýrabœnda.
Saga Furs of Scandinavía, auglýsa vöru
sína á margvíslegan hátt, m. a. með
vönduðum myndskreyttum bœklingum.
Paðan eru þessar myndir teknar.
beittu sér fyrir því að stofna nokk-
ur hlutafélög um loðdýrarækt, og
á árunum 1969—1972 voru reist
níu eða tíu loðdýrabú víðsvegar
um land. Menn virtust vera svo
vissir um að þetta myndi borga
sig, að það var lítið unnið að því
að skapa hinni nýju búgrein
rekstrargrundvöll, og skilningur
valdhafa var lítill á því. Til dæmis
voru meira en 100 % gjöld á
netum og öðru. Það voru háir
tollar, söluskattur og vörugjald á
búnaði til loðdýrabúa. Gjöld til
Stofnalánadeildar landbúnaðarins
og búvörugjöld voru hærri á þessu
en af hefðbundnum búskap. Fjár-
festingarkostnaður varð því gífur-
lega mikill.
Kunnu menn sem þá unnu við
þessa búgrein til verka við
hana?
Hvatamenn þeir sem stofnuðu og
reistu búin kunnu það yfirleitt
ekki sjálfir, en þeir ætluðu að
byggja þetta upp sem atvinnu-
rekstur með aðfengnu vinnuafli.
Og flestir þeirra komu ungum
mönnum til náms í loðdýrarækt í
Noregi, enda var það skilyrði sett í
lögin að þjálfaður minkahirðir
ynni við hvert minkabú.
Og en eitt af því sem hindraði
að bændur gætu sjálfir farið út í
þessa atvinnugrein var það að þess
var krafist að sá sem færi í loð-
dýrarækt hefði svo og svo langa
þjálfun í loðdýraeldi.
Lifðu þessi minkabú lengi ?
Nei, þau lifðu flest stuttan tíma.
Og það sem olli því var að mínu
mati að fjármagnskostnaður við
þau var mikill, eigendurnir unnu
yfirleitt ekki sjálfir á búunum og
það sem e.t.v. skipti sköpum var
að hver baukaði í sínu horni. Því
hafði verið komið inn hjá loðdýra-
ræktendum að þetta væri sam-
keppnisbúgrein og menn virtust
skilja það þannig að þeir ættu að
vera í samkeppni hver við annan.
Sjálfur varð ég alveg gáttaður
þegar ég kynntist þessu viðhorfi.
Menn virtust ekki miðla hver
öðrum þekkingu og reynslu, held-
ur létu í veðri vaka hvað þetta
gengi nú vel hjá sér, voru að
spreyta sig án þess að miðla
öðrum.
Og svo þurftu þessi fyrrnefndu
loðdýrabú, sem voru mjög dreifð
flest að koma sér upp hvert sinni
fóðurstöð, með frysti og tækjum
sem gátu framleitt miklu meira
fóður en þurfti að nota á hverju
búi. Og það var dýrt spaug.
Hvað um leiðbeiningar til
þessara manna ?
Leiðbeiningar voru engar í upp-
hafi. Hins vegar voru eins og ég
gat um áðan sendir menn til Nor-
egs til þess að kynna sér greinina
og sumir fengu erlenda menn til
þess að vinna á búunum meðan
verið væri að þjálfa íslendinga.
Það var m.a. sett í lögin að loð-
dýraræktendur skyldu mynda með
sér samtök. Þessir níu aðilar sem
stofnað höfðu minkabú komu
saman árið 1971 og mynduðu
Samband íslenskra loðdýrarækt-
enda, skammstafað SÍL.
Á fyrsta fundi þess var ákveðið
að leita eftir því við Búnaðarfélag
íslendingar að það fengi ráðunaut
í loðdýrarækt. Þá var einnig líka
samþykkt að leita eftir því að
Islandar gerðust aðilar að því sem
kallað var þá Samnorræni skinna-
markaðurinn í Glostrup í Dan-
mörku. Þá voru uppboð í Kaup-
mannahöfn og Osló.
296 Freyr