Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1986, Síða 17

Freyr - 15.04.1986, Síða 17
Hvexjir voru í fyrstu stjóm SÍL ? Það var Asberg Sigurðsson sem var kjörinn formaður, Jónas Hall- dórsson, Sveinbjarnargerði, vara- formaður, Skúli Skúlason, Kjör- bæ var ritari, Jón Magnússon hrl og Ásgeir Pétursson, Dalsbúi. Það varð þó ekkert úr því að íslendingar gengju í félag við Skinnauppboðin í Glostrup, en samið var við norska loðdýrarækt- arsambandið um heimild til þess að selja skinn á uppboðum í Osló. Hins vegar beitti ákveðinn aðili innan stjórnar sér mjög fyrir því að íslensku skinnin yrðu seld á prívat uppboði hjá Hudson Bay í London, enda tók hann að sér persónulegt umboð fyrir það í íslandi. Stjórn SÍL átti á þessum tíma á brattann að sækja fyrir loðdýra- ræktina. Bændasamtökin voru ekki vinveitt þessari búgrein, og fyrstu árin var hvergi liðkað um neitt. Þá var þrýstingur af offram- leiðslu mjólkur og kjöts ekki kominn til sögunnar ? Nei ekki að ráði, og menn höfðu ennþá heldur daprar minningar af loðdýraræktinni eins og hún var hér á árum áður. Það virðist svífa sá andi yfir vötnunum að þetta væru hálfgerð óargadýr og það væri ekkert vit í þessari starfsemi. Þetta hefði verið pressað fram af ákveðnum mönnum. Og afstaða stjórnvalda, hvort heldur fjár- málavalds, landbúnaðarráðu- neytis eða yfirdýralæknis var held- ur neikvæð í upphafi. Reglugerðin hér kvað á um að hús skyldu vera lokuð vegna veðurfars o.fl. Úti eru minkahús yfirleitt tveggja raða skálar, veggjalausir, nánast skýli með þaki, sem loftaði í gegnum. Hér verða menn að geta lokað húsunum og fóru út í að byggja stærri hús, jafnvel með sex röðum af búrum. Rakamettað ammoníak í illa loft- ræstum húsum fór illa með loðfeld dýranna. Annað var það að þessi minkur var keyptur frá Noregi og það voru engin sérstök gæðadýr. Menn hlupu bara út til Noregs og þar var í mörgum tilfellum ekki haft samband við norska ráðu- nauta né norska loðdýraræktar- sambandið. Menn urðu sér úti um persónuleg sambönd eða ein- hverja umboðsmenn sem seldu þeim mink, og hann var mjög misjafn að gæðum. Þessi norski minkur var sýktur af plasmacy- tóseveiki. Sá sjúkdómur fór að herja ennþá meira hér heldur en í Noregi vegna þess að þar sem er heitt og rakamettað loft í húsum verður hann svæsinn. Sjúkdómur þessi var á öllum minkabúunum og menn gerðu sér í byrjun kann- ski ekki grein fyrir því hversu alvarlegur hann var. Loðdýraræktarráðunauturinn varaði við þessum sjúkdómi og brýndi fyrir mönnum að vera vel á verði gagnvart honum. Það eru til nokkrar aðferðir sem beitt er gegn sjúkdómunum, en málið var ekki tekið nógu föstum tökum. Plasmacytóse veldur hvolpafæð og vanhöldum, Eg tel að þessi sjúkdómur svo og og ýmis mistök í fóðurframleiðslu hafi valdið því að öll minkabú á landinu nema norð- lensku búin þrjú hættu rekstri á þessum fyrstu árum. Hvaða bú héldu áfram ? Þau bú sem voru uppistandandi fjórum árum eftir að minkaræk hófust aftur voru Loðfeldur hf. á Sauðárkróki, búið á Böggvisstöð- um, eign Þorsteins Aðalsteins- sonar og loðdýrabúið Grávara hf. á Grenivík. En hvers vegna lifðu þá norðlensku búin af ? Mér en nær að halda að þau hafi verið í nánari tengslum við land- búnaðinn ef svo má orða það en önnur bú. Þessi fyrrnefndu þrjú bú lifðu af og lifa enn. Þeir sem þá stóðu í þessu gerðu sér æ betur ljóst að, ef loðdýra- ræktin ætti að lifa af hér yrði að fá nýjan og heilbrigðan minkastofn jafnframt því sem auka yrði fjöl- breytni loðskinnaframleiðslunnar með fleiri tegundum. Þetta varð til þess að menn sóttu á um það að fá að flytja ref til landsins. Refahald hafði aldrei verið bannað hér en það var eng- inn ræktaður refastofn til. Því var leitað leyfis landbúnaðarráðu- neytsisins að fá að flytja inn refi. Landbúnaðarráðherra, sem þá var Steingrímur Hermannsson skipaði nefnd fjögurra manna til að kanna hvernig skyldi bregðast við offramleiðsluvanda þeim sem þá var orðinn í hefðbundnum bú- greinum, og hvaða atvinnu mætti efla í sveitum í stað nautgripa- og sauðfjárræktar. Hvenær var þetta ? Mig minnir árið 1978. I þessa nefnd voru kosnir: Páll A. Páls- son, yfirdýralæknir, Jón Helgason núverandi landbúnaðarráðherra, hann var þá varaformaður Stéttar- Freyr 29Z

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.