Freyr - 15.04.1986, Side 19
sambandanna, og vinnur að mark-
aðssetningu loðskinna, t.d. með
auglýsingum og kynningum á af-
urðum í samstarfi við feldskera og
tískuhús heimsins.
SAGA sér einnig um markaðs-
rannsóknir, leitar nýrra markaða
og kemur upplýsingum á framfæri
við bændur um horfur og breyt-
ingar á markaðnum fyrir loðskinn.
Hver var fr amkvæmdastj óri um
þetta leyti ?
Við gerðum okkur grein fyrir því
að margt þyrfti að vinna og stjórn-
armenn sem voru önnum kafnir
við sín bú hefðu engin tök á að
vinna allt sem þyrfti að gera.
Við byrjuðum á því að ráða
okkur mann í tímabundið hluta-
starf til að taka á móti skinnum og
senda þau til Danmerkur, taka
við og að sjá um uppgjör vegna
þeirra. Um leið fórum við að
reyna að beita okkur að því við
forystumenn landbúnaðarins að
loðdýrarækt yrði alvöruvalkostur.
Við gengumst fyrir ferðum til
Danmerkur og Noregs og fengum
í þær ýmsa forystumenn úr land-
búnaðinum.
Við réðum okkur framkvæmda-
stjóra í hálft starf til að byrja með.
Sá maður var Jón Ragnar Björns-
son, en hann vann þá í hálfu starfi
hjá Markaðsnefnd landbúnaðains.
Við röðuðum málunum í ákveð-
inn forgang, hverju skyldi reynt
að vinna að. Við töldum að ef
loðdýrarækt ætti að þrífast hér
yrði að búa henni sömu skilyrði
eins og hún byggi við annarsstað-
ar. t>á gæti hún orðið öflug bú-
grein hér. Ríkisvaldið mætti ekki
skattleggja þessa búgrein mikið,
en það mundi fá gjaldeyristekjur í
staðinn.
Til þess að gera langa sögu
stutta hefur á þessum fjórum
árum smásaman tekist að fá aflétt
flestum þeim gjöldum sem ríkis-
valdið hefur lagt á aðföng, bygg-
ingarefni og annað til loðdýra-
ræktar. Pau gjöld voru yfir 100%
en nú eru þau engin. Fyrst fengum
við niðurfelldan söluskatt, vöru-
Sigurður Helgason loðdýrabóndi á
Grund á Höfðahverfí með vcenan tófu-
belg.
gjald og toll af netum og síðan af
ýmsum tækjum, Við náðum því að
fá endurgreiddan svonefndan
uppsafnaðan söluskatt, sem nam
söluskattstofni af byggingum. Og
nú er búið að semja reglugerð um
að söluskattur verði felldur niður
af nýjum byggingum í loðdýra-
rækt.
Og nú er loðdýrarækt studd með
ákvæðum í nýju
jarðræktarlögunum.
Já, þá er einnig gert ráð- fyrir
ákveðnu framlagi, sem er miðað
við ákveðna fermetratölu og
áfanga við uppbyggingu loðdýra-
ræktar.
Skilningur manna á loðdýra-
rækt og þörf fyrir aðra möguleika í
sveitum hefur orðið til þess að
greiða fyrir þessari atvinnugrein.
Bændur sem hafa farið út í loð-
dýrarækt hafa skynjað að vel-
gengni hennar byggist á því að
þeir vinni saman, miðli öðrum af
sinni reynslu af því sem vel fer.
Loðdýraræktin er samkeppnisbú-
grein og bændur þurfa að vinna
vel saman inn á við svo að þeir séu
samkeppnishæfir út á við.
Við beittum okkur því fyrir því
að stofna sölusamtök sem við
köllum Hagfeld. Það er samvinnu-
félag loðdýraræktenda, sem ann-
ars vegar hefur það markmið að
útvega bændum rekstrarvörur þær
sem þeir þurfa til loðdýraræktar.
Hins vegar að taka á móti
skinnum þeirra og koma þeim í
verð. Ég tel mikilvægt að hagnað-
ur af loðdýrarækt haldist innan
hennar hvort heldur hann er af
þjónustu eða sölu.
Ég vil taka mér í munn orð
formanns Evrópusamtaka bænda,
en hann lýsti því yfir að besta vörn
bænda í yfirstandandi erfiðleikum
væri samvinnufélög þeirra, sem
gætu snúið straumi fjármagns við,
til uppruna síns. Það verður sífellt
erfiðara fyrir hráefnisframleið-
andann að njóta hagnaðar. Hagn-
aður getur að vísu myndast við
hráefnisframleiðslu, en það eru
meiri líkur til þess að hann mynd-
ist annað hvort við þjónustuna
eða verslunina eða iðnaðinn. Þess
vegna verða bændur að hafa eitt-
hvert verkfæri sem getur snúið
þessu til baka. Og þess vegna er
svo mikilvægt fyrir loðdýrabændur
að þeir hafi tök á þessu öllu
saman. Norrænir loðdýrabændur
eiga sín uppboðshús. Þeir reka
ýmis fyrirtæki sem selja bændum
þjónustu. Þannig reyna þeir að
veita hagnaðinum sem myndast
aftur til bændanna.
Skipta íslenskir loðdýrabændur
mikið við Hagfeld ?
Þeir gera það í vaxandi mæli. Það
er að sjálfsögðu engin kvöð.
Sumir bændur hafa sent sín skinn
til umboðsmanns Hudson-Bay og
þarmeð til Lundúna. Sá hagnaður
sem verður af þeirri umboðssölu
kemur ekki í sama mæli inn í
loðdýraræktina aftur eins og sá
hagnaður sem verður af umboðs-
sölu skinna til Danmerkur. Sam-
band íslenskra loðdýraræktenda,
getur þá með öflugra starfi unnið í
þágu félagsmanna sinna eða greitt
hagnað beint til bændanna sjálfra.
Hið sama á við um vörukaup.
Ef hagnaður verður á þeim þá
Frh. á bls. 311.
Freyr 299