Freyr

Årgang

Freyr - 15.04.1986, Side 20

Freyr - 15.04.1986, Side 20
Velgengni loðdýraræktenda byggist á öflugu félagsstarfi, samstöðu og samhjálp segir Jón R. Bj ömsson í viðtali við Frey Fyrir u.þ.b. þrem árum var samþykktum Sambands íslenskra loðdýrarœktenda breytt þannig að nú er það samband loðdýrarœktarfélaga í landinu. Pau félög eru nú tíu talsins. Loðdýralxendur eru félagar í SÍL með aðild sinni að loðdýrarœktarfélögum. Innan vébanda SÍL eru líka Hagfeldur, sölusamtök loðdýrarœktenda og svo Samtök fóðurstöðva. Tilgangurinn með þessari miklu félagslegu uppbyggingu er sá að reyna að tryggja hag loðdýra- bænda sem best. Starfsemi Hag- feldar, SIL og fóðurstöðvanna er öll meira og minna samofin í fé- lagsfræðslu- og markaðsmálum, bæði við afurðasölu og innkaup. Fréttamaður Freys ræddi um þessi mál og fleiri við Jón Ragnar Björnsson, framkvæmdastjóra SIL. Félagskerfi að norrænni fyrirmynd — Þetta félagskerfi er sniðið eftir norrænum loðdýraræktarfélögum og það er engin tilviljun, segir Jón Ragnar. Reynslan hefur sýnt að loðdýraræktendum er nauðsynlegt að hafa s.n. heildarkerfi. Nor- rænir loðdýrabændur hafa komið á fót best skipulögðu samtökunum á sínu sviði í heiminum. Þessi samnorræni félagsskapur hefur náð algerri forystu í loðdýrarækt á öllum sviðum, í fræðslu, rann- sóknum, skinnagæðum, frjósemi loðdýra og afurðaverðmæti. Loðdýraræktin hefur vaxið gríðarlega hratt síðustu árin. Við höfum verið á eftir nágrannaþjóð- um okkar á ýmsum sviðum með þjónustu fyrir loðdýrarækt, en við vonum að þessi félagslega upp- bygging geti orðið eins virk hér og á Norðurlöndunum. Velgengni loðdýraræktenda byggist á öflugu félagsstarfi, sam- stöðu og samhjálp. Ég hef stundum sagt að loð- dýrarækt hafi nokkra sérstöðu að því leyti að henni sé nauðsynlegt til framfara að þar sé bæði sam- keppni og samvinna. Bændur eiga að bera sig saman um afurðasemi í loðdýrarækt en einnig að miðla hver öðrum fróðleik af reynslu sinni. Hvað eru mörg loðdýrabú starfandi á landinu? Það voru tæp tvö hundruð bú komin af stað um sl. áramót. Loð- dýrabúum fjölgaði um 42% árið 1985. Miðað við óbreytt útlit mun loðdýrarækt eflast hér á landi á næstu árum. í fyrra var framleidd grávara hér á landi fyrir 100 milljónir króna, refaskinn fyrir 80 milljónir og minkaskinn fyrir 20 milljónir kr. Um sl. áramót voru hér um 17000 reflæður og um 13000 minkalæður. Það stefnir í að loð- dýrarækt verði aðalbúgrein hjá þeim bændum sem stunda hana, enda er hún ekki heppileg sem aukabúgrein. Menn þurfa að leggja allan sinn kraft í loðdýra- ræktina. Ef menn þurfa að skipta sér eða sinna fleiri búgreinum verður ekki eins góður árangur. Það er gríðarlega breitt bil milli bestu og lökustu loðdýrabænda. Þegar mikil eftirspurn er eftir skinnum er ekki svo mikill munur á milli bestu og verstu enda, en ef eftirspurn er lítil skipta gæðin öllu. Framboð og eftirspurn ræður. Þess vegna er svo mikilvægt að menn geti sinnt starfinu vel og séu í stöðugri framför. Ég get nefnt sem dæmi að Danir fá nú einum hvolp meira að meðaltali eftir minkalæðu en fyrir 7—8 árum og það ríður baggamuninn að þeir hagnast á minkarækt þegar verðið er lágt. Markaðs- og sölumál Það eru yfirleitt miklar verð- sveiflur á loðskinnum m.a. vegna 300 Freyr

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.