Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1986, Síða 21

Freyr - 15.04.1986, Síða 21
þess að þegar verð hækkar, eykst framleiðslan þangað til markaður- inn er mettaður. Þá fer verðið að lækka. Sala á loðskinnum virðist vera nokkuð trygg, nema á styrj- aldartímum, en verð á loðskinnum er breytilegt eftir efnahagsástandi. Þjóðverjar voru á árum áður mestu kaupendur loðvöru en nú er besti markaðurinn í Austur- Asíu og Bandaríkjunum. Undanfarin ár hafa loðdýra- bændur á Norðurlöndunum unnið skipulega að sölumálum og aflað nýrra markaða. Norrænir loðdýra- bændur verja 1% af söluverðmæti framleiðslunnar til markaðs- könnunar og sölustarfsemi og það hefur skilað undraverðum ár- angri. Þeir hafa fundið nýja mark- aði þegar aðrir drógu saman seglin. Saga Fox og saga Mink SAGA FURS OF SCANDINA- VIA, sölusamtök norrænna loð- dýrabænda eru rekin með sam- vinnusniði. Þau eru eins og áður sagði stærstu og best skipulögðu samtök í sinni grein í heiminum. Þau eru einn af þeim þáttum í norrænu samstarfi sem skilar hvað mestum árangri. Starfsemi íslensku loðdýrasam- takanna hefur vaxið með aukinni loðdýrarækt, en við þurfum að gera betur til að standa jafnfætis nágrannaþjóðunum. Við höfum nú á að skipa góðu og duglegu starfsfólki, og við von- um að í samvinnu við leiðbein- ingaþjónustu og aðra aðila sem tengdir eru loðdýrarækt takist að sjá bændum fyrir nauðsynlegum leiðbeiningum og hagfelldum við- skiptakjörum svo að þeir beri sem mest út býtum. Hvaða starfsliði hefur SÍL nú á að skipa? Einn maður er í þjónustu fóð- urstöðva, einn sér um innkaup og sölu á rekstrar- og fjárfestingar- vörum, einn ráðunautur (Alfhild- ur Ólafsdóttir) leiðbeinir um mál sem varða skinngæði, einn maður sér um bókhald og afurðauppgjör, ein stúlka er við símavörslu o.fl. og sjálfur er ég framkvæmdastjóri samtakanna. Um mánaðamótin janúar — febrúar sl. flutti SIL starfsemi sína í annað og rýmra húsnæði í Síðu- múla 34, gamla Grænmetishúsið. Þar eru betri aðstæður til að veita félagsmönnum og viðskiptavinum SÍL góða þjónustu, sagði Jón Ragnar Björnsson. J.J.D. Vaxtarbroddur í íslenskum landbúnaði. Frh. afbls. 287. rækt hér á landi. Sæðingar á refalæðum fóru fram í fyrsta sinn á þessu ári. Þremur högna- stöðvum hefur verið komið á fót; á Glæsibæ í Eyjafirði, Hólum í Hjaltadal og Þórustöðum í Ölfusi. Þessar stöðvar eru allar með högna, bæði af silfurref og bláref. Verið er að huga að því að nota íslenska villirefi til kynblöndun- ar við aðra refastofna, aðallega silfurref og verið er að leita að sérstæðum litaafbrigðum á íslenska refnum. í því skyni hefur verið safnað saman íslenskum refum á Möðruvöllum í Hörgárdal. Nauðsynlegt er að flytja áfram inn valin loðdýr frá útlöndum með allri aðgát þó, þ.á m. sóttkví fyrir dýrin, til þess að kynbæta þann loðdýrastofn sem nú er í landinu. Þetta er brýnt ef við eigum að geta staðið nágranna- þjóðum okkar á sporði í þessari búgrein. J.J.D. Freyr 301

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.