Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1986, Síða 23

Freyr - 15.04.1986, Síða 23
Það átti að lána 50% af byggingar- kostnaði búanna, en ekkert til kaupa á dýrum eða tækjum. Lánin nægðu fyrir um 35% af stofn- kostnaði búanna og þau voru yfir- leitt afgreidd einu til tveimur árum eftir á. Þá höfðu lánin rýrn- að svo að verðgildi, að þau voru komin niður í 20—25% af stofn- kostnaði. Á meðan fengu aðrir aðilar í útflutningi allt að 100% lán, útgerðir og fleiri sem voru að byggja sig upp á sama tíma og við. Hvenær koma fyrstu tekjur inn af nýstofnuðu loðdýrabúi? Loðdýraræktinni er þannig háttað að fyrsta árið er byrjað að byggja, annað árið er farið að framleiða og það er fyrst á þriðja ári sem einhverjar tekjur koma inn og þá eru menn jafnvel að stækka við sig. Menn byrja oft með of litlar einingar. Það er kannski fyrst á fjórða ári sem einhverjir peningar fara að koma. Þegar búin byrja rekstur svona á hausnum, að segja má, með litla fjármagnsfyrirgreiðslu og van- skilaskuldir, þá er ekki við góðu að búast. Það var því ekkert óeðli- legt þó þetta gengi illa. í fram- haldi af því kom í ljós að dýrin sem voru flutt inn voru öll sjúk og það jók enn á erfiðleikana. Afrakstur- inn hjá okkur var um helmingur af því sem gerðist með öðrum þjóð- um. Ég tel því að það sé krafta- verk að þessi bú sem hjöruðu af hér norðanlands komust þó á legg- Refurinn bjargaði. Þetta gekk svona í nokkur ár. Við vorum allir meira og minna á hausnum en reyndum að velta þessu áfram. Þá kom refurinn til skjalanna árið 1980, áratug síðar en minkur- inn. Refastofninn var heilbrigður og framlegð, frjósemi og skinn- gæði voru í betra lagi en í minka- ræktinni áður og þá miða ég við erlend meðaltöl. Lánin voru nú hærri en áður, en þá fór að bera á því að bændasam- tökin litu okkur sem ekki voru hefðbundnir bændur hornauga. Þau vildu frekar hlynna að smærri búunum og gera loðdýrarækt að búgrein bænda. Til dæmis hef ég sótt um lán til Stofnlánadeildar landbúnaðarins, en ekki fengið í átta ár með einni undantekningu. Ég fékk eitt lán fyrir fjórum árum með mikilli eftirgangssemi alþing- ismanna og þá út á eldri fram- kvæmdir. Þannig má segja að í átta ár hafi ég ekki fengið stofn- lán. Ástæðan er að búið sé of stórt, segja þeir. En nýir aðilar, sem hafa ekki komið nálægt þessu, fá lán, finnst manni, á færi- bandi. Miklar framfarir. — Ef við lítum á loðdýraræktina nú, þá eru hér starfandi tæp 200 loðdýrabú og þeir sem að þeim standa eru búnir að brjóta ísinn. Framfarir hafa orðið miklar hjá okkur. Stofnkostnaður loðdýra- bús nú er stórum minni en fyrir tíu-fimmtán árum. í hverju liggur það? Það kemur margt til: betri nýting á húsum. Hún er um þriðjungi betri. Söluskattur, vörugjald og tollar af öllum aðföngum hafa ver- Séð heim að loðdýrabúinu á Böggvisstöðum. Freyr 303

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.