Freyr - 15.04.1986, Side 26
Nú ert þú búinn að kaupa jörð og
farinn að reisa þar skála mikinn
og ætlar að stækka loðdýrabúið
um helming.
Já, það er margt sem rekur á eftir
mér með það. Það hefur verið rætt
um flutning á búinu héðan frá
Böggvisstöðum. Þær viðræður
strönduðu að vísu í bili. En það
barst eiginlega land upp í hend-
urnar á mér, sem var nauðsynlegt
til að geta flutt búið.
Ég neita því ekki að ég er að
vinna að því að flytja starfsemi í
Ytra-Holt, ekki kannski að flytja
loðdýrabúið þangað alfarið, en ég
þarf að byrja á því að fara með
eitthvað af dýruin þangað, hvað
sem öðru líður. Það er óhagkvæmt
að vera þar með fá dýr. Ég þarf að
reisa þar hús fyrir þá lágmarks
aðstöðu sem þar þarf að vera og
það kostar sitt. Ég hef í huga að
fara með alla refaræktina þangað
frameftir og stækka minkabúið á
Böggvisstöðum. I Ytra-Holti ætla
ég að reisa 4500 m2 skála núna.
Verður þar refur eingöngu?
Ég flyt refinn þangað, en fjölga
mink á Böggvisstöðum í því hús-
næði sem þar losnar.
Og þú hyggur gott til
framtíðarinnar?
Já, loðdýraræktin gengur vel hjá
mér, en þetta er ennþá í uppbygg-
ingu. Ég er auðvitað ennþá að
glíma við vandamál og skuldir
fyrri ára, en framtíðin lítur vel út,
sýnist mér.
Hvað hafa margir atvinnu af
atvinnurekstri þínum?
Það vinna 25 manns við skinna-
verkun og hirðingu þá tvo mánuði
sem verkun stendur yfir. Ég gæti
trúað að fimmtán fjölskyldur hafi
að jafnaði atvinnu við þetta brölt í
mér, að uppbyggingunni meðtal-
inni. Þetta er orðinn verulegur
þáttur í atvinnulífi hér í plássinu.
Menn hafa þokkaleg laun við
þetta. Samkvæmt tölum frá þjóð-
hagsstofnun eru tekjur manna af
landbúnaði í lögsagnarumdæmi
Dalvíkur um 40% yfir landsmeð-
altali af tekjum í landbúnaði, og
hér á loðdýrarækt drýgstan þátt-
inn, sagði Þorsteinn Aðalsteins-
son að lokum.
J. J. D.
I
I
Við Dalvíkurhöfn. Fóðurstöð eyfirskra loðdýrabœnda er í húsaþyrpingunni miðri.
306 Freyr