Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1986, Síða 27

Freyr - 15.04.1986, Síða 27
Loðdýrarækt er áhættubúskapur Bændur sem eru að hugsa um að fara út í loðdýrarækt eiga að athuga hvort þeir geti ekki brúkað gömlu húsin til þeirra nota. - Rætt við Reyni Barðdal, á Sauðárkróki, formann Sambands fóðurstöðva. Loðdýrabú Reynis Barðdal og Fóðurstöðin Melrakki standa vegg í vegg uppi á Nöfunum á Sauðárkróki. Það eru hœg heimatökin með fóðuraðdrætti, þvístutt er niður að höfn. Loðdýrabúið hét áður Loðfeldur hf eða til ársins 1983, en þá keypti Reynir búið og hefur rekið það síðan. Loðdýrabúið Loðfeldur var stofn- að 15. janúar árið 1969, en fyrstu dýrin, 1000 minkalæður, komu þangað frá Noregi 15. janúar 1971. Til allrar óhamingju reyndist sá stofn sýktur af blóðsjúkdómi og það með fleiru leiddi til þess að loðdýrabúum fækkaði úr ellefu árið 1972 þegar þau voru flest í þrjú árið 1977. Eitt þessara þriggja búa var Loðfeldur. Sýkti minkastofninn var skorinn niður árið 1983 og ósýkt dýr keypt. Sama ár var Loðfeldur auglýstur til sölu. Tók þá Reynir fyrst fyrir- tækið á leigu, en keypti það stuttu síðar. Heitir búið nú loðdýrabú Reynis Barðdal. Reynir byrjaði með nýýan stofn og hann telur að hér á íslandi sé nú eini ósýkti minkastofninn í heiminum. Reynir sagði í viðtali við Frey að það skipti sköpum að vera með heilbrigðan stofn, frjósemin væri meiri og hann hefði að meðaltali einum hvolpi meira undan hverri læðu en áður. Skinnin væru líka betri. Reynir hefur verið með refi í fjögur ár og ég spurði hann að því hver væri helsti munurinn á að selja refa- eða minkaskinn. - „Minkaskinnin eru öruggari markaðsvara og eftirsótt nauð- synjavara hjá vissri stétt fólks en refaskinn eru meiri tískuvara. Það seljast um þrjátíu og fimm milljónir minkaskinna árlega í Reynir Barðdal (Myndir: J. J. D.) heiminum en ekki nema fjórar milljónir refabelgja.“ Einföld gerð af refa- skála Refaskáli búsins var reistur vorið 1985. Hann er nánast refaskýli, veggjalaus skáli. - Reynir, hvaðan hefur þú hug- myndina að þessari skálagerð? „Þessi gerð af húsunum er sú sem er algengust á Norðurlöndum og hún er að því leyti frábrugðin þeim loðdýrabyggingum sem eru hér, að hliðar eru opnar. Við byggjum þessa tegund af húsum fyrir hvolpana og gerum ráð fyrir að þau séu tæmd fyrir veturinn. En samt sem áður lok- um við þeim fyrir veturinn með sterkum plastdúk, ódýru efni til þess að snjór sligi ekki niður búrin. Hveijir eru kostir þessara húsa? „Kosturinn er sá að það er mjög gott að hreinsa frá þeim, þau eru mjög loftgóð. Það er ekkert síður nauðsynlegt fyrir dýrin að hafa gott loft en að hafa gott fóður. Það er mikilvægt fyrir feldgæðin. Við losnum við ammoníak og eitt og annað í svona húsum.“ Þú gast þess áðan að það gæti hver bóndi smíðað svona skýli? „Já þetta er mjög einfalt. Þetta eru trérammar sem má sníða yfir veturinn og svo má raða þessu upp á vorin. Það þarf einhverjar grunnfestingar fyrir þá, en það þarf fyrir öll hús. En þetta er afskaplega einfalt og eiginlega varla hægt að tala um hús, því þetta er eins og trönur með þaki á. Gangur í miðju og einföld búraröð til beggja handa. Unnt er að koma að traktor og vagni til þess að hreinsa skít úr húsunum. Verk- pláss er mjög aðgengilegt og gott að vinna í því. Einnig er það heilsusamlegt fyrir dýrin. Freyr 307

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.