Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1986, Page 30

Freyr - 15.04.1986, Page 30
Nauðsynlegt er fyrir Iteðuna að hafa afdrep til að hvíla sig fyrir hvolpunum á mjólkurtímabilinu. Hún þarf að geta legið upp á kassa til að hvíla sig. eru tvö hundruð metra frá stöð- inni. Fiskinum er sturtað í fisk- þrær fyrir utan húsvegg og sniglar flytja hann jafnóðum inn í húsið. Við gengum inn í fóðurstöðvar- húsið, þar sem margs konar flók- inn vélbúnaður stóð á gólfi, hakkavélar, kvarnir og færibönd. Hvað er framleiðslan mikil? „Við framleiðum núna um tvö þúsund tonn, en við gætum fram- leitt sex þúsund tonn með þessum vélakosti sem er hér.“ Hvað kostar kilóið? „Kílói af fóðri kostar nú 7,20 út úr stöðinni, en flutningskostnaður er níutíu aurar á kíló, sem er jafnað- arverð á flutningum til bænda.“ Hvað þjónar fóðurstöðin mörgum búum? „Pað er um tuttugu bú, bæði í Skagafirði og Húnavatnssýslu. Notið þið sel í fóðrið? „Já, við fengum hundrað tonn af sel í sumar og viljum fá meira. Við hökkum sel og geymum hann í sýruupplausn í allt að eitt ár, sem ferska vöru.„ Rétt við fóðurstöðina er lítið einlyft hús. Þar er kaffistofa starfsmanna, geymsla fyrir vinnu- föt og skófatnað og skrifstofa Reynis. Á veggnum fyrir framan vinnustað hans hanga tvær myndir af glæsimeyjum, annarri í refapels og hinni í minkapels. Myndirnar eru merktar Saga-mink og Saga- Fox. „Þetta er það sem við erum að framleiða alla daga hér, segir Reynir og þarna á veggnum er markmiðið; flíkur úr úrvals- skinnum.“ Samtök fóðurstöðva Samtök fóðurstöðva voru stofnuð í apríl 1985. Að þeim standa allar fóðurstöðvar á landinu. Á aðal- fundi var samtökunum kosin þriggja manna stjórn sem fer með málefni þeirra. í henni eru Reynir Barðdal, Sauðárkróki, formaður, Gunnar Baldursson, Kvíarhóli í Ölfusi og Karl Ólafsson, Egils- stöðum. Á síðasta aðalfundi Sambands íslenskra loðdýraræktenda var stofnað Fóðurráð, sem á að vera tengiliður fóðurstöðva, SIL og Búnaðarfélags íslands. í Fóð- urráði eru stjórn og framkvæmda- stjóri SÍL og Jón Árnason ráðu- nautur. Fyrirhugað er að halda þriggja daga námskeið á Hólum fyrir starfsmenn fóðurstöðva. Grund- vallaratriði fóðurfræði og sam- setning fóðurs verða þar á dagskrá. Þekking, fyrirhyggja og ódýrt fóður Hvemig líst þér á uppbyggingu loðdýraræktarinnar um þessar mundir? „Eg er uggandi yfir þeirri stefnu sem uppbyggingin hefur tekið.“ Hvað áttu við með því? „Mér finnst bændur byrji of stórt og byggi of stórt og taki mikla áhættu. Þeir taka margir stór lán án þess að hafa grunnþekkingu í þessari búgrein. Bændur eiga að byrja smátt og nýta þau hús sem til eru á jörðun- um. Slík hús hljóta víða að vera til þar eð kvóti er kominn á fram- leiðslu bænda og þeir eru neyddir til að draga saman rekstur. Þá hlýtur að losna pláss. Best er að bændur byrji ekki stærra en það að þeir eigi það sem þeir byrja með. Loðdýrarækt er áhættubúskapur. Forsenda fyrir góðri afkomu af loðdýrarækt er að þeir sem hana stunda hafi þekk- ingu á því sem þeir eru að fást við, og að þeir fái ódýrt fóður.“ Hvað telur þú að eigi að gera til að efla búgreinina svo að vel taldst til í framtíðinni? „Það á ekki að styrkja einstaka bændur til að fara af stað í loð- dýrarækt. Öll styrkveiting til bænda verður til þess að þeir byrja með stærra en þeir ráða við. Ef ódýrt fjármagn er til til að efla þessa búgrein í raun og veru þá er besti kosturinn sá að veita þessu fé beint í fóðurstöðvarnar til þess að lækka fóðurverðið til bænda. Bændur geta ekki búist við fullum afurðum af þessari bú- grein fyrstu tvö til þrjú árin meðan þeir eru að afla sér þekkingar. Þar 310 Freyr

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.