Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1986, Page 32

Freyr - 15.04.1986, Page 32
Fáeinir minnispunktar fyrir þá sem stefna á loðdýrarækt Samkvæmt lögum nr. 53/1981 um loðdýrarækt og reglugerð um sama efni nr. 444/1982 skulu þeir sem óska að stofna loðdýrabú senda landbúnaðarráðuneytinu umsókn um það. Umsókninni skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi s. s. hvar búið skal rísa, hvaðan skal fá fóður, hvaða loðdýrategund skal rækta, hvernig byggingar verða notaðar og hvernig uppbygging verði fjármögnuð. Reynsla og menntun umsækjanda á loðdýra- rækt skal tilgreind og að lokum skulu fylgja umsókn umsagnir sveitarstjórnar, skipulagsnefndar og heilbrigðisnefndar eða heil- brigðisfulltrúa svæðisins. Allar umsóknir sem berast ráðuneytinu fara fyrir úthlutunar- nefnd loðdýraleyfa sem skipuð er þremur fulltrúum, einum frá land- búnaðarráðuneytinu, öðrum frá Búnaðarfélagi íslands og þeim þriðja frá Stéttarsambandi bænda. Nefndin fer yfir umsóknirnar og gerir tillögur til landbúnaðarráð- herra hverjum skuli veitt leyfi. í byrjun miðast leyfin við frekar fá dýr, 50 refalæður eða 200 minkalæður. Óski viðkomandi að stækka bú sitt þarf hann að sækja um það sérstaklega til ráðuneyt- isins. Leyfi til loðdýraræktar eru ein- ungis veitt ábúendum lögbýla og heimiluð bústærð miðuð við að um fjölskyldubú sé að ræða. Fram að þessu hafa kröfur um menntun, þekkingu eða reynslu verið litlar og þá mest vegna þess að mögu- leikar til að afla hennar hafa verið mjög takmarkaðir. Þeir mögu- leikar eru nú meiri en áður og því má reikna með að þessar kröfur verði auknar. Sveinbjörn Eyjólfsson. Framgangur við stofnun loðdýrabús

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.