Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.04.1986, Qupperneq 36

Freyr - 15.04.1986, Qupperneq 36
Það er mun auðveldara að stofna ný loðdýrabú nú en áður, einkum vegna þess að felld hafa verið niður aðflutningsgjöld á búraefni, vélum og tækjum, sölu- skattur af loðdýrabyggingum er endurgreiddur, auk styrkja til loð- dýraræktar samkvæmt nýlegum lögum. Frá starfsemi Hudson Bay Þú ert umboðsmaður Hudson Bay á íslandi. Geturðu sagt okkur frá því fyrirtæki? Hudson Bay er uppboðshús, stofnað árið 1670 með konunglegu leyfisbréfi Karls II Englandskon- ungs. Nú hefur félagið þrjú upp- boðshús: í Toronto, (í Kanada), New York og London. Fyrirtækið starfar í mörgum deildum og hver deild fæst við sína skinnategund. Aðalflokkar loðskinna eru þrír: Lambskinnaflokkur, almenn skinnavara (Wild Fur) og svo loð- skinn af eldisdýrum, langmest refum og minkum. í uppboðshús- unum er tekið á móti skinnum frá mörgum löndum. Skinnin eru flokkuð eftir stærðum, lit og hreinleika. Kaupandinn getur því keypt sams konar skinn í tugþús- unda tali sem þá er unnt að rað- sauma loðfatnað úr. Skinn eru búntuð saman, oftast í 100 — 200 skinn í búnti. Þau eru svo skráð í skinnasöluskrár, 10 — 20 þúsund búnt í hverri skrá, þar sem hvert búnt hefur númer. Þeg- ar skráningu í söluskrár lýkur, eru skinnin tilbúin til sýningar. Þá er það sem kaupendur hvaðanæva að úr heiminum koma til að skoða þau. Venjulega stendur skinna- sýningin sjö daga fyrir uppboð. Oftast taka nokkur hundruð kaupendur þátt í sjálfu uppboðinu og bjóða þá í hvert búntið á fætur öðru. Þegar skinn eru komin í hendur kaupmanna fara þau í sút- unarverksmiðju og þaðan til fram- leiðenda loðfatnaðar og loks til kaupenda þess fatnaðar. Á undanförnum árum höfum við tekið menn til þjálfunar er- lendis í skinnaflokkun og yfirleitt er hægt að fá leyst hjá Hudson Bay úr tæknilegum vandamálum er varða loðdýrarækt. Fyrirtækið veitir bændum einnig fyrirgreiðslu þegar skinn eru send til uppboðs. Markaðssveiflur eru eins alls- staðar og kaupendur hafa náið samstarf sín á milli. Hraðskeyti ganga manna á meðal um verð á þessum eða hinum gæðaflokkn- um. Hvað ræður verðinu á loðskinnum? Tískan, veðurfar, efnahagsástand þjóða og styrkleiki eða veikleiki gjaldmiðla. Og af því þetta er dollaramarkaður gengur okkur verr að selja skinn nú af því að dollarinn er veikur, en Evrópu- gjaldmiðill er sterkur. Hvað álýtur þú um horfur í loðdýrarækt? Ég er bjartsýnn, og ég vona að menn láti ekki bugast þó að á móti blási nú um sinn, því að verðið hækkar alltaf aftur. Það getur gerst snöggt, og á einum degi. J.J.D. Altalað á kaffistofunni Listin að yrkja Jón Helgason prófessor í Kaup- mannahöfn lést fyrr á þessu ári, 86 ára að aldri. Eftir hann er ljóðið „Áfangar“ sem sumir telja besta ljóð sem ort hefur verið á íslenska tungu á þessari öld. í 1. tölublaði tímaritsins „Heima er best“ 1985 er viðtal sem Ólafur H. Torfason átti við Jón Helgason. Þar spyr Ólafur um tildrög þess að kvæðið „Áfangar" varð til. Jón svaraði: — Ég bjó fyrst til grind með stuðlum og rímorðum og hafði eyður á milli. Síðan fór ég í nokkrar ferða- bækur eftir Þorvald Thoroddsen og fleiri og landabréf og smellti inn nöfnum sem gátu átt samleið með rim- orðunum. Ég var einna fyrstur til að nota þessa aðferð. Enda eru hlálegar vitleysur í landafræðinni og náttúrufræðinni í þessu kvæði, það stenst ekki. Áfang- ar eru víst eitt vitlausasta ljóð sem hefur birst á ís- lensku. Ég held það sé notað í skólum á íslandi til að sýna hvað það er hægt að fara með miklar vitleysur. Það er enginn melgrasskúfur í Vonarskarði. Ég hafði aldrei komið í Vonarskarð og vissi ekki einu sinni hvernig melgrasskúfur leit út. Kennarar nota þetta kvæði vonandi til að sýna nemendum sínum rang- færslurnar. Ég myndi nota það á sama hátt, væri ég kennari. 316 Freyr

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.