Freyr - 01.06.1991, Blaðsíða 10
454 FREYR
11.'91
ég að við þurfum að fara að hugsa
okkar mál á íslandi. Ég samdi
skýrslu til Stéttarsambands bænda
um þann fund og benti þeim á að ef
íslenskar konur eigi að taka þátt í
þessu norræna samstarfi þá þurfi
að mynda einhvers konar tengsl á
milli okkar innan búnaðarfélag-
anna. Stjórn Stéttarsambandsins
afgreiddi þetta þannig í nóvember-
lok að þeir sendu bréf til þeirra
fimm kvenna sem hafa verið kosn-
ar til trúnaðarstarfa í félagskerfi
landbúnaðarins, þ.e. til tveggja
búnaðarþingsfulltrúa og þriggja
stéttarsambandsfulitrúa og boð-
uðu þessar konur á fund og óskuðu
eftir að þær ræddu hvernig íslensk-
ar konur gætu tekið þátt í norrænu
samstarfi.
Mér var svo falið að kalla þenn-
an fund saman. Það tókst ekki fyrr
en í febrúar. Ég var búin að skrifa
fyrrnefndum konum og segja þeim
mína skoðun að kannski væri meiri
þörf á að ræða samstarf innanlands
áður en við færum að ræða sam-
starf utanlands. Það var þeirra
skoðun líka, ég hafði talað við þær
í síma.
Við settumst á fund 15. febrúar í
Reykjavík og þá var ákveðið að
ræða ekki þetta norræna samstarf
að svo stöddu, heldur hvernig við
gætum komið á samstarfi milli ís-
lenskra kvenna innan búnaðarfé-
laganna og ákváðum að halda fund
4. apríl í Reykjavík. Til þess fundar
var boðuð ein kona frá hverju bún-
aðarsambandi. Við afréðum að
fela stjórnum búnaðarsamband-
anna að velja þessar konur og
senda mér nöfn þeirra því ég var
búin að útbúa kynningarplögg upp
á rúmar 20 síður sem yrðu send til
þeirra. Svo heppilega vildi til að
daginn eftir, 16. febrúar, var for-
mannafundur búnaðarsamband-
anna haldinn í Reykjavík. Fór ég á
þann fund og kynnti málið þar og
sagði frá hugmyndum okkar um að
byggja upp eins konar tengslanet
kvenna um allt land þar sem yrðu
ein eða tvær úr hverju búnaðar-
sambandi og ein úr hverju búnað-
arfélagi. Jafnvel værum við að
hugsa um sérstök verkefni sem
konur tækju að sér, eitthvað sem
vekti áhuga kvenna innan búnað-
arfélaganna.
Hafðir þú einhverja fyrirmynd að
þessu skipulagi?
Ég hafði fyrirmyndina frá Svíþjóð.
Árið 1988 var hleypt þar af stokk-
unum s.n. Emilíuverkefni. Sænsku
bændasamtökin settu á fót nefnd
fimm kvenna, tvær af þeim höfðu
áður verið kjörnar til trúnaðar-
starfa en þrjár unnu hjá bænda-
samtökunum. Þeirra verkefni var
að skipuleggja þessa Emilíustarf-
semi, sem er einskonar tengslanet.
Þær byrjuðu á því að ná sam-
bandi við eina konu í hverju léni og
eina konu í hverri grein landbún-
aðarfélaga þar. Þetta hefur borið
þann árangur að sænskir bændur
hafa fengið aðra ímynd í augum
almennings. Og formaður sænsku
bændasamtakanna sagði mér á
fundinum í ágúst f fyrra að þeir
væru búnir að finna það hve mikla
þörf þeir hefðu fyrir liðsinni
kvenna í félagsstarfi landbúnaðar-
ins. Þær lyftu miklu grettistaki þar
og sérstaklega næðu þær miklu
betra sambandi við neytendur og
fjölmiðla en karlar. Sagði formað-
urinn að forystumenn bændasam-
takanna sænsku vildu helst fela
konum að sjá um umhverfismál og
samskipti við neytendur.
I sumum lénum í Svíþjóð eru
þessi mál komin í hendur kvenna
innan bændasamtakanna. Kon-
urnar hafa sýnt mikla úrræðasemi í
því að kynna málefni sveitanna á
jákvæðan hátt. Þaðan fékk ég hug-
mynd og hvatningu til þess að
byggja upp eitthvað svipað hér.
Fundurinn4. apríl
Ég undirbjó fundinn 4. apríl með
því að senda þeim konum sem áður
var getið gögn til að lesa. Áður
vorum við búnar að ganga frá því
að konur fengju greitt fyrir að
koma á fundinn þannig að þetta
yrði ekki áframhaldandi sjálfboða-
liðastarf kvenfélaga í sveitum. Á
fundinn komu konur frá 14 búnað-
arsamböndum af 15, auk okkar
þessara fimm sem vorum fundar-
boðendur.
Hverjarvoru konurnaraukþín,
sem boðuðu til fundarins?
Þær voru auk mín, sem sit á Bún-
aðarþingi, Annabella Harðardótt-
ir, Hækingsdal í Kjós, búnaðar-
þingsfulltrúi, María Hauksdóttir,
Geirakoti í Árnessýslu, stéttar-
sambandsfulltrúi. Guðrún
Aradóttir, Skíðbakka í Landeyj-
um, stéttarsambandsfulltrúi og
Halldóra Jónmundsdóttir, stéttar-
sambandsfulltrúi, frá Auðkúlu í
Svínavatnshreppi, A.-Hún.
Við þessar fimm konur, höfum
verið virkar í búnaðarfélögum síð-
an 1975, að konur fengu að ganga í
þau, og okkur tókst að brjóta
þennan múr, að bændur á okkar
svæðum treystu okkur og kusu
okkur til þessara starfa. Við boð-
uðum til fundarins 4. apríl.
Hvað gerðist á fundinum?
Fyrir fundinn ræddum við, fundar-
boðendurnir, mikið um hvernig
hann skyldi skipulagður, og endir-
inn varð sá að við byrjuðum kl. 10
árdegis með stuttri fundarsetn-
ingu. Síðan kynnti hver kona sig,
greindi frá nafni sínu og aldri,
hvernig búskap hún stundaði, hve
mörg börn hún ætti og hve margir
væru í heimili. Þetta var mjög
skemmtilegur hópur. Konurnar
voru á aldrinum frá 28 ára til sjö-
tugs og úr flestum búgreinum sem
stundaðar eru og hliðargreinum.
Ein stundar t.d. skólaakstur með
sínu búi og flestar af hinum höfðu
einhverjar hliðargreinar líka.
Við byrjuðum þessar hring-
borðsumræður rétt fyrir kl. 11 og
þar tók hver einasta kona til máls
og lýsti skoðunum sínum og hug-
leiðingum urn stöðu kvenna í fé-
lagsmálum og í landbúnaði. Ég hef
verið á mörgum fundum frá því er
ég var 18 ára en aldrei á kröftugri
fundi, þar sem var tekið jafn mál-
efnalega á fundarefninu.