Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1991, Side 19

Freyr - 01.06.1991, Side 19
•TTE>T - frettapunktar A __J '91 • UÞL ■ UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL ■ UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • Óí )ÝRAR ÓR1 fGGISHLÍFAR JL sumar gefst mönnum kostur á öryggishlífum fyrir allar gerðir drifskafta á allt að því helmingi lægra verði miðað við núverandi markaðsverð. Jötunn hf. hefur gert tímabundinn samning um hagstætt innkaupsverð við hollenska fyrirtækið Agritrans en það hefur sérhæft sig í framleiðslu á öryggishlífum. Samningurinn er tímabundinn þannig að verðlækkunin verður aðeins í sumar. Þessar ódýru öryggishlífar em Uður í átaki í slysavömum til sveita sem Jötunn hf. stendur að með stuðningi bændasamtakanna, Vinnueftirliti ríkisins, Slysavamafélagi íslands og Vátryggingafélagi íslands. Ágóði rennur til SVFÍ sem mun að sögn Örlygs Hálfdánarsonar, forseta SVFI, verja honum til átaks í slysavömum bama sem stendur fyrir dymm í haust. Nú er lag að bæta öryggisútbúnað drifskafta, sem er því miður oftar en ekki í ólagi. Ef marka má upplýsingar frá Vinnueftirliti ríkisins er í átta af tíu tilvikum gerðar athugasemdir við öryggisútbúnað drifskaftanna, sem verður að teljast ansi hátt hlutfall! NÝR BtJVÖRUSAMNINGDR í BRENNIDEPLI Á AÐALFUNDI L.S, L/andssamtök sláturleyfishafa héldu aðalfund sinn í Bændahöllinni 23. maí sl. Þar var m.a. rætt um nýtt rekstrarumhverfi afurðastöðvanna með nýgerðum búvörusamningi, lengingu sláturtíðar og mikilvægi þess að framleiðendur og afurðastöðvar taki í ríkari mæli mið af óskum neytenda. Sérstakur gestur fundarins var Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra. í máli hans kom m.a. fram að staðið yrði við nýgerðan búvörusamning og að ákveðið væri að Sjömannanefndin svokallað héldi starfi sínu áfram. Þá sagðist ráðherra almennt vilja beita sér fyrir að draga úr boðum af ofan um málefni afurðastöðvanna. Formaður L.S., Hreiðar Karlsson, sagði m.a. að sláturleyfishafar stæðu frammi fyrir miklum breytingum með nýjum búvörusamningi og að sláturleyfishafar þyrftu í náinni framtíð að taka virkan þátt í og hafa frumkvæði að áframhaldandi hagræðingu í greininni sem og sölu- og markaðsstarfi. Á fundinum hélt Hákon Sigurgrímsson stutt erindi um höfuðþætti búvörusamningsins. Hákon lýsti því hvemig allt rekstrammhverfi í landbúnaði mun breytast með samningnum. M.a. fellur verðábyrgð ríkissjóðs á kindakjöti niður 1. september 1992, viðskipti með framleiðslurétt verða heimiluð og öllum verður heimilt að framleiða, selja og flytja lambakjöt úr landi. Hákon sagði þetta nýja rekstrarumhverfi óhjákvæmilega kalla á nýjan hugsunarhátt og aukna markaðstilfinningu, ekki aðeins hjá framleiðendum heldur einnig hjá afurðasölufélögum. Framtíð landbúnaðarins byggðist á því hvemig til tækist að nýta markaðinn sem menn sætu ekki Iengur einir að. MÖGULEIKAR Á NÝTINGU AUKAAFURÐA SLÁTRUNAR I fyrra voru tveir Ný-Sjálendingar hér á ferð á vegum Markaðsnefndar landbúnaðarins og Lífefnastofnunar Háskólans. Ný-Sjálendingunum, þeim Lance Smith og Diane Fowler, var fengið það verkefni að athuga möguleika á nýtingu aukaafurða slátmnar á íslandi en eins og áður hefur komið fram í fréttapunktunum er margt annaðnýtilegtafsláturgripum en kjöt í mat og ull í fat. Sláturúrgang má nota í lífefna- og snyrtivöruiðnað og mjölvinnslu, botnalanga í smokkaframleiðslu og mör í sápugerð svo að fátt eitt sé nefnt. Nú liggur skýrsla Ný-Sjálendinganna fyrir og svo virðist sem við getum aukið verðmæti framleiðslunnar með því að nýta að einhverj u leyti sláturúrgang. Álitlegasti kosturinn virðist vera frostþurrkun á kirtlum fyrir ýmiss konar næringarefhaiðnað og lyfjaiðnað. Hængurinn á nýtingu aukaafurða hér á landi er þó sá að slátrun er í heldur smáum stíl miðað við það sem gerist og gengur erlendis og því er eftir að sjá hvort það borgi sig að leggja út í fjárfestingar miðað við það magn af sláturúrgangi sem fellur til. HÆKKUN HJÁ DÝRALÆKNUM Cjjaldskrá dýralækna hækkaði um 5,71 % hinn 1. mars sl. Að því er næst verður komist er þama um uppsafnaða launahækkun að ræða hjá dýralæknum, sem hafa að sögn ekki fengið samningsbundndar hækkanir að undanfömu. Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins • Bændahöllinni við Hagatorg »107 RVK • sími 20025/620025 • Fax 628290

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.