Freyr - 01.06.1991, Side 27
11.’91
Aðalfundur LFH
FREYR 471
Aðalfundur Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva
varhaldinn hinn 12. apríls.l. í Bœndahöllinni við Hagatorg
Dr. JúlíusB. Kristinsson (Silfur-
lax hf.), er verið hefur formaður
sambandins s.l. ár, lét eftir eigin
ósk af stjórnarstörfum, svo og Sig-
urjón Davíðsson (Lax hf. Tálkna-
firði) er verið hefur í stjórn frá
stofnun LFH 1981, og Orri Vigfús-
son.
Á fundinum voru samhljóða
kjörnir í stjórn LFH:
Björn Baldvinsson, formaður,
(Fellalax hf. Kjalarnesi) Friðrik
Sigurðsson (ísnó hf.) Björn Ólafs-
son (Bakkalax hf. Ölfusi), Jón
Stefánsson (Miklilax hf. Skaga-
firði) og Finnur Garðarsson
(Strönd hf. Hvalfirði).
Varastjórn: Jón Sveinsson
(Lárós hf. Snæfellsnesi) Sigurgísli
Skúlason (ísþór hf. Þorlákshöfn)
og Eyjólfur Friðgeirsson (Fjörfisk-
ur hf. Reykjavík).
Á fundinu heiðruðu fiskeldis-
menn Sigurjón Davíðsson (Lax hf.
Tálknafirði) og sæmdu hann heið-
ursmerki sambandsins, Silfurlaxin-
um, en Sigurjón er einn af frum-
kvöðlum í laxeldi hérlendis. Hann
hóf laxeldi í Tálknafirði árið 1978
ásamt syni sínum, Björgvini for-
stjóra í Tálknafirði og Jóni Guð-
mundssyni bónda á Sveinseyri. Þá
hefur Sigurjón gegnt stjórnarstörf-
um í LFH frá stofnun þeirra 1981.
(Fréttatilkynning)
Ný stjórn Landssambands Fiskeldis og hafbeitastöðva: Jón Sveinsson, Björn
Bladvinsson, formaður, Eyjólfur Friðgeirsson, Björn Ólafsson, Finnur Garð-
arsson og Jón Stefánsson, Friðrik Sigurðsson og Sigurgísli Skúlason voru
fjarverandi við myndatökuna.
Gróðurfarsbreyting í túnum.
Frh. afbls. 469.
um er meginuppistaðan í kalki. Því
er það að menn bera eitthvert kalk
í jarðveg, sem er að verða of súr til
að nytjajurtirnar geti skilað fullum
afurðum. í raun skiptir ekki svo
ýkja miklu máli hvert kalkið er,
það er þó betra að yfirborð kalk-
gjafans sé stórt þ.e.a.s., að korna-
stærð sé tiltölulega lítil, því að þá
leysist kalkið hraðar upp en sé það
mjög gróft. Hér á landi er algeng-
ast að nota skeljasand til að hækka
sýrustig í jarðvegi.
Það er töluvert eftir jarðvegs-
gerð hversu mikið kalk þarf til að
breyta sýrustigi í jarðvegi. í
grófum, efnissnauðum sandjarð-
vegi þarf miklu minna kalk en í
fínkorna jarðvegi með miklum líf-
rænu efnum. í sendnum jarðvegi
getur farið svo að pH verði of hátt,
að sýrufar jarðvegsins fari of langt í
lútkennda átt svo að grös þrífist illa
í jarðveginum. Það er því betra að
bera ekki mjög mikið kalk á í einu.
Annars má haga því eftir aðstæð-
um hverju sinni hvort eitthvert
kalsíum er borið í jarðveg árlega
með öðrum áburði eða hvort
nokkur tonn eru borin á með
nokkurra ára millibili. Talið er
heillavænlegast að bera árlega á
ámóta mikið og berst úr jarðvegi
árlega, en þurfi að hækka pH er
nauðsynlegt að bera á auka-
skammt. Þá er notuð sú aðferð að
kalka landið, þ.e. bera á það nokk-
ur tonn af skeljasandi eða öðrum
kalkgjafa, eingöngu í þeim tilgangi
að koma sýrustigi jarðvegsins á
hæfilegt stig.
Ef þetta tvennt, þ. e. loft og sýru-
stig, er í Iagi í jarðveginum eru
meiri líkur á að grös sem geta gefið
af sér þokkalega uppskeru, séu öll
næringarefni í ríkum mæli í jarð-
veginum, leggi undir sig túnið þeg-
ar vallarfoxgrasið lætur undan
síga. Þá er ekki þörf á endur-
vinnslu til þess að halda sæmilegri
uppskeru af túninu án óhóflegs
áburðar. Það getur því verið hag-
kvæmt að eyða örlitlu í kílræslu og
kölkun.
Óttar Geirsson er jarðrœktarráðunautur
hjá Búnaðarfélagi íslands.