Freyr - 01.06.1991, Side 28
Nr. 4 - 1991 HYRNA fréttahom ] U K.
HRINGAMYNDUN í LANDBÚNAÐI.
A síðustu misserum hafa kúabœndur á þremur svæðum á landinu leyst
afleysingamál sín með svokölluðum afleysingahringjum.
Um er að ræða samstarf 5-6býla
sem ráða sameiginlega afleysinga-
mann í fast starf. Honum er tryggð
40 stunda vinnuvika og er yfirleitt
miðað við að gegningar og mjaltir
fylliþann tíma. Starfsmaðurinnáþá
frí yfir miðjan daginn eða hann
tekur aukalega að sér önnur verk
svo sem viðhald véla og fær það þá
greitt sérstaklega. Skipulag fram í
tímann getur eftir atvikum verið
þannig að hver bær á rétt á
afleysingamanni 2-4 daga í einu óháð
óskum hvers og eins eða að aðilar
panta ákveðna daga t.d. tvo mánuði
fram í túnann og getaþáfengið5-8
daga samfellt annan mánuðinn en
enganþann næsta o.s.ffv. í flestum
tilfellum hefur starfsmaður ein-
hverja vinnuskyldu um helgarog er
slíkt samningsatriði einsogannað.
Þeir aðilar sem hafa tekið þátt í
þessu samstarfi telja reynsluna
mjög góða, einkanlega hentar þetta
fyrirkomulagvel yfir vetrartímnann.
Flestir hafa litið á þessa lausn sem
leiðtil að fjölskyldan getitekið sér
frí “eins og annað fólk” en ekki
endilega miðað viðaðsérstökástæða
önnur þurfi að vera til staðar.
í dag eru starfandi þrjú félög með þessum hætti, tvö á Suðurlandi og eitt í Skagafirði og er elsta félagið
frá 1987. Aðstandendur þessara félaga eru reiðubúnir að miðla öðrum af reynslu sinni og má m.a. hafa
samband við: Baldur I. Sveinsson, Litla-Ármóti, Hraungerðishr. s. 98-21058
Birnu Þorsteinsdóttur, Stóru-Hildisey, A-Landeyjum s. 98-78580
Ragnar Gunnlaugsson, Hátúni, Seyluhreppi s. 95-38145
Auk þess veita formaður og ffamkvæmdastjóri upplýsingar eftir getu,
Guðmundur Lárusson í síma 98-21811 og Stefán Tryggvason í síma 96-24477.
GALLOWAYHJÖRÐIN LÖGÐ AF STAÐ í LAND.
/ byrjun apríl voru fyrstu fósturvísarnir úr hreinum Gallowaygripum fluttir í land.
Nú er hafinn skipulagður flutningur
á fósturvísum úr Gallowaykúm í
íslenskar kýr í landi. Með þessum
hætti tekst að flytja hreinræktaða
gripi til lands enda verður vart ætlað
að frekari framræktun stofnsins í
Hrísey þjóni tilgangi. Að
þessu sinni voru settir
fósturvísar í 12 kýr í landi en
með haustinuerætlaðað farið
verðiíumfangsmeiri flutninga
og að því búnu opnast
möguleikar á að nýta stöðina í
Hrísey til innflutnings á
öðrum kynjum. Engar
ákvarðanir hafa verið teknar
um hvort eða hvaða kyn
hugsanlega verða flutt inn. í við-
horfskönnun kúabænda frá s.l. ári
komu ffam mismunandi skoðanir á
þessu máli. Nær helmingur
aðspurðra eða 46% töldu innflutning
á mjólkurkúakyni óæskilegan, 17%
töldu hann æskilegan nú þegar og
22% töldu hann ekki tímabæran en
17% tóku ekki afstöðu. Varðandi
afstöðuna til innflutnings á nýju
holdanautakyni var afstaða manna
Gallowaynaut
enn misjafnari. Rúmlegafjórðungur
eða27% töldu innflutning núþegar
æskilcgan, 19% töldu hann ckki
tímabæran og 27% töldu hann
óæskilegan. Fjórðungur tók ekki
afstöðu. Landssamband kúabænda
hefur ályktað um nauðsyn þess að
kanna hvemig erlend nautgripakyn
reynast við íslenskar aðstæður.
í ljósi þessa hefur stjóm L.K.
farið fram á að nautgripa-
ræktamefnd, sem lögum
samkvæmt gerir tillögu um
innflutning erlendra
búfjárkynja, meti þörf fyrir
innflutning nýrra naut-
gripakynja og geri grein fyrir
á hvem hátt æskilegast væri
að standa að slíkum
innflumingi ef til kemur.
Nauðsynlegt er að tryggt sé
að verðmætir eiginleikar
íslenska kynsins tapist ekki við
blöndun við innflutt kyn og því
verður að skipuleggja og undirbúa
vel hvemig staðið verður að
hugsanlegum innflumingi.
LK • LANDS AMBAND KÚABÆNDA • UÞL • UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA LANDBÚNAÐARINS