Freyr - 01.06.1991, Side 29
U K fréttahom HYRNA Nr. 4 - 1991
Ný löggjöf um búfjárhald.
Markmið laganna er að tryggja góða meðferð og aðbúnað búfjár svo og að tryggja
að við framleiðslu búfjárafurða sé eingöngu notað hraust og heilbrigt búfé.
Samþykkt hafa verið á Alþingi
lög um búfjárhald. Þar er að
stærstum hluta fjallað um atriði sem
voru í ýmsum öðrum lögum áður,
svo sem ákvæði um forðagæslu,
vörslu búfjár og takmörkun
búfjárhalds. Auk þess er í lögunum
nýmæli sem vert er að vekja athygli
á. Það eru einkum 7. og 8. grein
laganna þarsemkveðið eráum rétt
landbúnaðarráðherra til að gefa út
reglugerð um aðbúnað og meðferð
einstakra búfjártegunda. í slíkri
reglugerð á m .a. að fjalla um atriði er
lúta að: “aðbúnaði og meðferð
gripa, gripahúsa, þar með talin
ákvæði um innréttingar, rýmisþörf
gripa, loftræstingu, birtu í húsi,
fóðurgeymslur og fóðurbúnað, svo
og ákvæði um umhiiðu gripa og
eftirlit, skráningu á vanhöldum og
heilbrigði búfjár og eftirlit með
gripum sem ganga úti hluta ársins.
Jafnffamt er í reglugerð heimilt að
f reglum um aðbúnaö gripa erm.a. gert
ráð fyrir ákvæðum um loftræsúngu.
kveða á um kröfu til reynslu og
þekkingar þeirra sem búfé halda
eðahirða”. Eftirlitmeð framkvæmd
þessara reglna skal falið
búfjáreftirliti en svo nefnist starf
forðagæslumanna í þessum lögum.
Eftir sem áður hafa búnaðar-
samböndin yfirumsjón með þessu
starfi. Þá er í lögunum lögð sú
skylda á herðar landbúnaðar-
ráðuneytinu að beita sér fyrir útgáfu
leiðbeinandi reglna um sem flesta
þætti sem lúta að fóðrun, aðbúnaði,
meðferð og heilbrigði einstakra
búfjártegunda. Þetta skal gert í
samvinnu viðBúnaðarfélagíslands,
viðkomandi búgreinafélög,
yfirdýralækni og dýravemdamefnd.
Þar sem í þessum lögum er fjallað
um hluti sem tengjast mjög ýmsum
þáttum í starfi dýralækna og
ráðunauta svo og framkvæmd á
núverandi reglugerð um mjólk og
mjólkurvörur, hefurstjómL.K. lagt
áherslu á að reynt verði að samræma
sem best ákvæði um aðbúnað sem
krafist er við mjólkurframleiðslu,
við eftirlit og leiðbeiningar um
búreksturinn.
AF FÉLAGSSTARFINU
I vor hafa formaður og framkvæmdastjóri
heimsótt nokkur kúabændafélög og rætt
búvörusamninginn, stöðuna í fram-
leiðslumálunum og sagt fréttir af starfi
sambandsins og Fagráðs í nautgriparækt.
Þá em hafnar úthlutanir úr Þróunarsjóði
nautgriparæktar og má þar m.a. nefna til
vcrkefni um mælingar á mengunarefnum í
mjólk og nautakjötsrannsóknir.
Fleiri verkefni em í undirbúningi og verður
greint ffá þeim síðar.
HYRNA f SIMARFRÍ
Nó fer í hönd helsti arniatími kúabænda
og dregur því eðlilega úr félagsstarfi
Landssambands kóabænda, Því hefur
verifi ákvefiið afi Hyrna fari ísumarfríen
þráðurinn sifian tekinn upp í haust.
LK • LANDSAMBAND KÚABÆNDA • UÞL • UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA LANDBÚNAÐARINS
Stjóm og varastjóm L.K. ásamt framkvæmdastjóra.
Sitjandi frá hægri, Oddur Gunnarsson, varaform. Guðmundur Lárusson,
form. Stefán Tryggvason, framkv. stj. Standandi ffá hægri: Guðmundur
Þorsteinsson, ritari, Sturlaugur Eyjólfsson, gjaldkeri, HjörturHjartarson,
varamaður. Bjami Maronss. meðstj. og Steinþór Einarsson, varamaður