Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1991, Page 32

Freyr - 01.06.1991, Page 32
476 FREYR 11.'91 Hross á góðrí vorbeit Freysmynd J.J. D. Eflum gróðurvernd Áskorun til hestamanna. Mikil fjölgun hrossa í landinu var til umrœðu á blaðamannafundi sem Landgrœðsla ríkisins, Landssamband hestamannafélaga og Búnaðarfélag íslands efndu til í Garðabœ 22. maí sl. Á fundinum var rætt um leiðir til að fækka hrossum í landinu. m.a. með því að setja færri folöld á vetur og grisja úr óþörf hross. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson landnýtingar- ráðunautur sagði í viðtali við Frey að mjög gott samstarf væri með ofangreindum aðilum sem stóðu að fundinum. Eftirfarandi kom þar fram: Vinsældir hestamennsku hafa aukist mikið um land allt sem íþrótt og tómstundaiðja. Á undan- förnum 20 árum hefur hrossastofn- inn tvöfaldast og hefur sú fjölgun orðið bæði í dreifbýli og þéttbýli. Hrossin þurfa mikið beitiland og er talið að þau nýti a.m.k. jafn mikla beit og allur sauðfjárstofn- inn í landinu. Nú í gróandanum vilja Landgræðsla ríkisins, Lands- samband hestamannafélaga og Búnaðarfélag íslands vekja athygli hestamanna á nokkrum atriðum sem varða gróðurvernd. Brátt verður hestum sleppt í sumarhaga og ætla má að mikið verði um hestaferðir í sumar, ekki síst um hálendið. 1. Sleppum ekki of snemma. Nú vorar snemma en samt þarf að gæta þess að leyfa landinu að gróa vel áður en farið er með hesta í sumarbeit. Ef sleppt er of snemma á landið er gengið of nærri gróðri og þá dregur úr sprettu og Frh. á bls. 475.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.