Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1991, Blaðsíða 38

Freyr - 01.06.1991, Blaðsíða 38
BÆNDUR MATVÆLA- FRAMLEIÐENDUR Höfum fyrirliggjandi mjög árangursríka rafmagns-flugnabana. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna - innkaupadeild - Héðinsgötu 2, Reykjavík Símar: 91 -36455 og 91 -22280 Svíar kalka súran skóg Jarðvegur hefur súrnað svo mjög í Svíþjóð að það verður að kalka 600.000 hektara af skógi ef ekki á verr að fara, segir í grein í blaðinu Landsbygdens folk. M.a. verða hér- uð í Suður-Svíþjóð þar sem súr úrkoma hefur þegar valdið tjóni, illa fyrir barðinu á því þegar fyrir- huguð brú yfir Eyrarsund kemur í gagnið. Það er einkum loftmengun frá iðnaðarsvæðum í Vestur-Evrópu sem sýrir jarðveg í Suðvestur-Sví- þjóð. Þeir sem rannsaka þessi mál tala um Svörtu brautina, aflangt, 300 þúsund hektara svæði, sem er orðið svo súrt að ál er farið að leysast út í jarðveginn, en ál er eitrað fyrir tré. Bent er á að kölkun sé skammvinn lækning. Það eina sem dugi sé að minnka mengun svo um munar. Skólavist í Sánga-Saby Lýðháskólinn í Sánga-Saby í Svíþjóð býður tveimur til bremur nemendum frá öðrum Norðurlöndum skólavist veturinn 1991/1992. Fœði, húsnœði og kennsla er ókeypis en nemendur burfa sjálfir að kosta ferðir til og frá skólanum, skólabœkur, námsferðir og önnur útgjöld. Lýðháskólinn í Sánga-Sáby er skammt frá Stokkhólmi. Hann er í eigu Sœnsku bœndasamtakanna. Nokkrir íslend- ingar hafa stundað bar nám á liðnum árum. Ýmsar náms- brautir eru við skólann, þ.ám. rekstrarhagfrœði, þar með talin samvinnufrœði, vistfrœði, menning og listir og fjöl- miðlun. Umsóknir skulu sendar Hákoni Sigurgrímssyni Stéttarsambandi bœnda Pósthólt 7040 127 Reykjavík, sími 91-29433 fyrir 15. júlí nk og veitir hann nánari upplýsingar.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.