Freyr

Årgang

Freyr - 15.02.1992, Side 7

Freyr - 15.02.1992, Side 7
4.’92 FREYR 135 RITSTJÓRNARGREIN------- Landbúnaður1991, sfðari hluti Hér verður tekinn upp þráðurinn frá síðasta blaði og haldið áfram að gefa yfirlit um landbúnaðinn á liðnu ári og stöðu hans um áramót. Svínarækt var í góðu jafnvægi á árinu. Sala á svínakjöti var um 2.592 tonn sem var aukning um 2,3% frá árinu áður. Engar teljandi birgðir voru um áramót. Verð á svínaafurðum hélst stöðugt og unn- ið er að hagræðingu í búgreininni. Á árinu var ráðinn sérstakur dýralæknir, Konráð Konráðsson, með aðsetri á Keldum, til að sinna svínasjúkdómum og heilbrigðiseftir- liti með svínum. Stefnt er að kynbótum íslenska svínastofnsins með erlendum úr- valskynjum, en innflutningur á svínum eða erfðaefniviði þeirra hefur ekki verið leyfð- ur um langan aldur. Framtíð svínaræktar, sem háð er innfluttu fóðri, veltur mjög á þróun alþjóðaviðskipta og samningum þar um, en svínarækt hefur notið bæði inn- flutningsverndar á afurðum og niður- greidds innflutts fóðurs. Alifuglarækt gekk misjafnlega á árinu, þ.e. að eggjaframleiðsla var í góðu jafn- vægi en í holdafuglarækt var verðstríð og rekstrarerfiðleikar. Sala alifuglakjöts var um 1570 tonn á árinu og jókst um 12,9% frá árinu á undan. Birgðir í árslok voru um 214 tonn. Þó að þær væru þá 6,2% minni en ári áður þá íþyngja þær búgreininni og eru til marks um það ójafnvægi sem hún býr við. Eggjasala nam um 2.341 tonni á árinu sem var rúmlega einum af hundraði minni sala en árið áður. Þar voru birgðir í lág- marki, eða um 17 tonn, en höfðu verið um 76 tonn árinu áður. Hafinn er innflutning- ur kynbættra stofna, bæði til eggja- og kjötframleiðslu, á vegum samtaka bænda í greininni, en sérhannað húsnæði var fyrir hendi til þeirrar starfsemi á Hvanneyri. Um framtíð alifuglaræktar gildir margt hið sama og framtíð svínaræktar, en staða þessara greina er mjög háð niðurstöðum alþjóðasamninga um viðskipti með bú- vöru. Hrossarækt hér á landi er á uppleið þó að á sumum sviðum sé erfitt að koma tölum yfir þá aukningu. Eigendur hrossa eru fleiri en eigendur nokkurrar annarrar búfjártegundar og fer sífellt fjölgandi eftir því sem fólki fjölgar í þéttbýli og þörf þess fyrir útivist og snertingu við náttúruna vex. Innanlandssala reiðhesta er veruleg en óþekkt stærð, en hrossaútflutningur nam 1834 hrossum og jókst um 203 hross frá árinu áður. Á árinu voru stofnuð Sölu- samtök íslenskrar hrossabænda, (Edda- hestar), og meðal verkefna þeirra var að taka á leigu búgarð í Þýskalandi til að kynna íslenska hestinn. Sala á hrossakjöti innanlands á árinu var um 647 tonn og dróst saman um 2,8% frá árinu áður. Útflutningur hrossakjöts á ár- inu nam 126 tonnum og jókst um 95% frá árinu áður. Útflutningur var allur til Japan sem ófryst kjöt af afturpörtum, pístólum eða úrbeinuðu kjöti, og flutt með flugi. Þessi útflutningur nýtur ekki útflutnings- bóta en er verðjafnaður með kr. 4 á kg af innanlandssölu. Að lokum ber að geta þess að öflug kynbótastarfsemi á sér nú stað í hrossarækt og hefur samstaða um hana verið að aukast. Árið 1991 var gott uppskeruár í garð-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.