Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1992, Blaðsíða 8

Freyr - 15.02.1992, Blaðsíða 8
136 FREYR 4.’92 yrkju, bæði í útiræktun og ylrækt, þrátt fyrir töluvert tjón af ofviðrinu 3. febrúar. Framleiðslugeta garðyrkjunnar er all- nokkru umfram það sem markaðurinn tekur við, enda hefur lækkun orðið á raunverði grænmetis á síðustu árum. Jafn- framt hefur fjárhagsstaða margra garð- yrkjubænda versnað. Raflýsing fer vax- andi í gróðurhúsinu sem m.a. hefur aukið afköst í blómarækt og valdið offramboði. Framleiðendum sveppa hefur fækkað og er nú aðeins einn eftir og fullnægir hann nær því innanlandsþörf á ferskum svepp- um. Horfur í garðyrkju eru afar óljósar um þessar mundir. Pví veldur sú óvissa sem ríkir um niðurstöður EES og GATT við- ræðna. í EES-viðræðum er sú hætta fyrir hendi að hagsmunum íslenskrar garðyrkju verði fórnað fyrir hagsmuni sjávarútvegs- ins og í GATT-viðræðunum veltur á miklu hvort verndartollar á grænmeti og blóm verða vísitölubundnir. Án þess yrði verð- hrun á grænmeti og blómum. Kartöfluuppskera var mjög mikil á ár- inu en afföll urðu jafnframt umtalsverð vegna kartöflumyglu. I sölumálum kartaflna ríkir skipulagsleysi sem leiðir til þess að verð til framleiðenda er tiltölulega lágt en hátt til neytenda. Loðdýrarækt dróst enn saman á árinu og voru loðdýrabú 94 í árslok og hafði fækkað um 7 á árinu. Til féllu á árinu 140 þús. minkaskinn og 17 þús. refaskinn. Verð á skinnum hækkaði á árinu, einkum á refaskinnum, og er sú búgrein nú rekin á sléttu. Minkarækt er hins vegar enn rekinn með halla. Dregið hefur stórlega úr loð- dýrarækt í heiminum og ætti greinin því að vera á uppleið en þar ræður þó efnahagsá- stand miklu. í þeim þrengingum sem yfir íslenskan landbúnað hafa gengið á undanförnum árum hefur ferðaþjónusta verið helsti vaxtarbroddurinn. Sú þróun heldur áfram í stórum dráttum. Umsvif aukast enn og einnig fjölgar afþreyingarmöguleikum ferðamanna í dreifbýli. Á ýmsu hefur gengið í fiskeldi og hafa allmörg fiskeldisfyrirtæki orðið gjald- þrota, en öðrum vegnað bærilega. Helsta nýjung í fiskeldi að undanförnu hefur ver- ið bleikjueldi. Góður árangur hefur náðst í að koma henni á markað og hefur fram- leiðsla bleikju aukist jafnframt því. Þá eru horfur á að markaður fyrir lax sé einnig að styrkjast á nýju ári. Nýting hlunninda var með líku sniði og áður. Dúntekja bænda var svipuð og árið áður. Á árinu kom upp vandamál vegna grútarmengunar á Ströndum og víðar. Verð á æðardún var ívið lægra en áður og sala tregari. Kornrækt gekk vel á árinu og var upp- skera á ha víða einhver sú mesta sem þekkst hefur hér á landi. Staða þeirrar greinar í framtíðinni er mjög háð niður- stöðum alþjóðasamninga, en náist niður- staða í GATT-samningum má vænta þess að heimsmarkaðsverð á korni fari hækk- andi. Þó að málefni landbúnaðarins hafi þró- ast á árinu eftir þeim brautum sem við blöstu í upphafi árs, fer því fjarri að staða atvinnuvegarins hafi skýrst að ráði á árinu. Pví veldur að í stærstu málunum, alþjóð- legum samningaviðræðum um viðskipti, m.a. með búvörur, náðist ekki niðurstaða. Vandamál íslensk landbúnaðar eru ærin, þó að margt sé þar í góðu horfi. Hins vegar eru þessi vandamál hvorki meiri né sér- stakari en við blasir næstum hvert sem litið er. Má í því sambandi rifja upp ummæli Goldu Meier, forsætisráðherra ísrael, í heimsókn hér á landi að íslendingar væru hamingjusöm þjóð, nóg vatn og engir ná-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.